Nýr meðlimur í Distansneti NVL frá Grænlandi

Nú hefur nýr fulltrúi Grænlendinga tekið sæti í Distansneti NVL.

 

Hún heitir Kaaka Lund, og er kennari að mennt. Hún hefur einnig skírteini frá Future navigator  sem framtíðarsinni og hún hefur einnig tekið námskeið í hönnun kennslufræði upplýsingatækni. Kaaka hefur tekið þátt í fjölda þróunarverkefna, til dæmis hefur hún þróað öpp fyrir fullorðinsfræðslu. Þau hefur hún unnið áfram með, t.d. með því að innleiða notkun appanna á landsvísu í Majoriaq. Majoriaq eru færniþróunarmiðstöðvar á vegum sveitarfélaganna á Grænlandi en þar er einnig boðið upp á náms- og starfsráðgjöf fyrir unglinga og fullorðna. Kaak hefur starfað hjá Majoriaq í Nuuk síðan 2010. Við bjóðum Kaaka Lund velkoman í samstarf NVL og hlökkum til að heyra nánar af verkefnum hennar, auk þess að fá að njóta reynslu sinnar í eigi neti heima á Grænlandi. Það er til mikilla hagsbóta fyrir íbúana að Kaaka Lund er tvítyngd, hefur bæði grænlensku og dönsku á valdi sínu.