Nýr ritstjórnarfulltrúi frá Íslandi

 
Þröstur Haraldsson er sjálfstætt starfandi blaðamaður með aðsetur í Reykjavíkurakademíunni.  Hann hefur langa reynslu af störfum blaðamanns og við útgáfu, við dagblöð, útvarp og fagtímarit. Hann hefur ennfremur skrifað greinar í Weekendavisen  og Information. Þröstur vann um skeið við Århus folkeblad i Danmörku og ritstýrði síðast Bændablaðinu.