Nýskapandi fullorðinsfræðari

Í september hittust fullorðinsfræðarar hvaðanæva Norðurlanda í Lundi til þess að ræða framtíðarþarfir fyrir sí- og endurmenntun og mögulegar aðferðir.

 

Ráðstefnan var vel sótt og þar komu fram ýmis sjónarhorn á spurninguna og um hvernig og hversvegna fullorðinsfræðarar hafa þörf fyrir færniþróun. Allt efni frá ráðstefnunni er nú aðgengilegt á heimasíðu NVL. Þar má finna slæður þeirra sem höfðu framsögu, samantekt úr vinnustofum, vídeó með viðtölum við þátttakendur og ritið Dialog Spesial sem gefið var út í tilefni af ráðstefnunni.

Krækja í efnið