Nýsköpun í menntun og fræðslu - auðvelt að skilgreina, erfitt að framkvæma

Nýsköpun er komin í tísku. Við eigum helst að vera skapandi á öllum sviðum, líka í fræðslu og menntun. Nýsköpun má útskýra með því að finna upp á einhverju nýju, sem er gagnlegt og er notað. Skilgreiningin er svosem nógu einföld, en framkvæmdin er talsvert meira krefjandi.

 
Norskukennarinn Karense hefur náð til skara námsmanna með sinni einföldu, nýskapandi aðferð við norskukennslu og miðlun. Mynd: Torhild Slåtto Norskukennarinn Karense hefur náð til skara námsmanna með sinni einföldu, nýskapandi aðferð við norskukennslu og miðlun. Mynd: Torhild Slåtto

Kari Olstad, ráðgjafi samtakanna um sveigjanlegt nám í Noregi (Fleksibel utdanning Norge), gefur okkur þessa einföldu skilgreiningu. Hún hefur tekið þátt í Open Innovation Lab of Norway (OIL) síðustu árin ásamt stórum viðskiptaaðilum og aðilum úr nýsköpunarumhverfi. Markmið OIL er „að safna saman snjöllu fólki, góðum verkfærum og nýskapandi hugmyndum fyrir betri framtíð“. 

Ráðningarnýsköpun 

DialogWeb spjallaði við Kari Olstad um menntun, nám fullorðinna og nýsköpun.

– Flestir hugsa um nýsköpun í fræðsluaðferðum og innihaldi menntunar, en nýsköpun getur átt við um fleiri svið. Inngöngunýsköpun eða ráðningarnýsköpun, felur í sér að finna nýjar aðferðir við að ná til fólks með menntun og fræðslu fyrir það sem þarf á henni að halda, en veigrar sér við að komast í gang, segir Olstad.  

Þetta á ekki síst við um fullorðna sem skortir grunnleikni eða sem þurfa að uppfæra sig. Hvernig á að ná þeim inn í námsumhverfi? Fræðsluaðilar og viðskiptaaðilar reyna á ólíkan hátt að laða að námsmenn og þátttakendur á námskeið í gegnum velorðaðar auglýsingar. En ef til vill eru til aðrar og meiri nýskapandi aðferðir eins og til dæmis í sveitarfélaginu Finnmörku, fyrir unglinga sem búa langt frá næsta framhaldsskóla. Þau geta tekið fyrsta árið í framhaldsskóla á heimaslóðum, með skólastarfi á netinu aðra vikuna og starfsnámi á vinnustað í heimabyggð hina. Nyti þessar skipulags ekki við hefðu fleiri hætt námi í framhaldsskóla.  

„Fagbréf í vinnunni“ er líka hægt að kalla inngöngunýsköpun. Það er nýtt skipulag fyrir fullorðna sem eru á vinnumarkaði. Þeir geta tekið fag- eða sveinsbréf, á grunni alhliða praxís, raunfærnimats og fræðslu samþættri ráðgjöf á eigin vinnustað. 

2.PNG  

– Ein útskýring á nýsköpun getur verið að finna upp á einhverju nýju, sem er gagnlegt og er notað, segir Kari Olstad ráðgjafi hjá samtökum um sveigjanlegt nám í Noregi. Mynd: Torhild Slåtto 

Aðferðanýsköpun 

Flestir fræðsluaðilar gera tilraunir með nýjar aðferðir við kennslu og nýtt skipulag og form faganna. Með stafvæðingunni og sífelldum nýjum tækifærum, sem tæknin býður upp á hefur margt breyst, til dæmis að nú er svörum við prófum skilað í tölvu en ekki þau ekki handskrifuð. Fyrirlestrar eru á netinu en ekki í fyrirlestrasalnum. Margir hafa hafnað þessu sem þróun og nýsköpun og kallað breytingarnar á niðrandi hátt; „að koma straumi á gamlar aðferðir“.  Olstad telur að slíkar aðgerðir geti líka leitt til nýunga og nýrra tækifæra. Fyrirlestur á netinu er sveigjanlegur í tíma og hann er hægt að endurtaka. Tæknin og Internetið hafa einnig opnað fyrir nýjar hugmyndir varðandi matsaðferðir og próf. Prófessor Arild Raaheim við Háskólann í Bergen hefur fundið 40 matsaðferðir sem geta verið valkostir og komið í stað hefðbundinna skólaprófa og rissað þær upp í bókinni „Prófabyltingin“. 

Tæknin hefur líka veitt tækifæri til ólíkra útgáfna af spurningakeppni og krossaprófum sem er nýung og ferskt tilboð í kennslu. Norska uppfinningin Kahoot hefur öðlast vinsældir í kennslu og margskonar öðru samhengi. Prógrammið gefur tækifæri á einföldum námsleikjum eða spurningakeppni til þess „að kynna efni, fara yfir og styrkja þekkingu, og framkvæma leiðsagnarmat“ eins og það heitir í kynningu á  Kahoot.

–  Betra nám felst í að nota höfuðið til finna upp á svari heldur en að fá svarið á silfurbakka. Bein svörun undireins um hvort það var rétt er einnig betri enn svörun löngu síðar. Mér finnst að krossaspurningar henti oftast betur í kennslu en sem matsform, segir Olstad.

Fullorðnir læra öðruvísi 

–  Við vitum að fullorðnir læra á annan hátt en börn og unglingar. Þess vegna er afar mikilvægt að menntun og fræðsla byggist á aðstæðum þeirra og reynslu, segir Olstad og nefnir námskeið fyrir kennara og skólastjórnendur eins og miðstöð símenntunar í Lillehammer hefur þróað.  Þar er lokafærsla íhugum um námskeiðið. Þótt námskeiðið sé framkvæmt í samvinnu fyrir starfsfólk verður hver einstaklingur að skrifa sína íhugun sem lokafærslu. Það sem er nýskapandi við þess háttar „próf“ er að skipuleggjandi og framkvæmdaaðili fá svörun sem geta verið uppspretta nýrrar þekkingar og mikilvægt innslag fyrir næstu námskeið og ef til vill jarðvegur fyrir frekari nýsköpun, heldur Olstad áfram. 

Þekkingarþróun   

–  Kannski er það frekar þekkingarþróun en nýsköpum sem við erum að fást við á menntasviðinu. Við reynum nýja hætti og nýjar aðferðir, sumt virkar vel og gagnast við nám. Dæmi eru einnig um nýjar aðferðir sem gagnast vel við nám en virka samt ekki vel fyrir námsmennina, segir Olstad og nefnir dæmi þar sem lagt var upp með nám með dæmisögum. Dæmisögurnar voru raunsannar og spennandi. Nemendur voru virkir, notuðu mikinn tíma og lærðu mikið. En þeir fengu ekki niðurstöður um árangur fyrr en þeir þreyttu próf. Þar skorti samhengi á milli kennslunnar og prófs. Þess vegna voru nemendur óánægðir, þeir óskuðu sér fyrst og fremst að ná góðum árangri í prófinu.  
– Þú hefur átt þátt í norska nýsköpunarkaplinum og lært heilmargt um hvernig nýsköpun á sér stað. Er ekki til nýsköpunaraðferðafræði sem hægt er að nýta þegar við vinnum að nýsköpun? 

–  Aðferðafræðin er tiltölulega einföld. Við erum með hugmynd sem okkur langar að reyna. Við útbúum smá frumgerð sem við prófum. Þá sjáum við hvað virkar og við getum nýtt okkur áfram eða þá að við finnum út að hugmyndin er algerlega ónothæf. Þetta er dæmigert fyrir þróun á hugbúnaði, þar sem frumgerðin er útbúin og prófuð, og síðan endurbætt í sífellu. Í menntageiranum er þetta ívið flóknara. Þar getur nýsköpun á sér stað varðandi rammaskilyrði, námsgögn, aðferðir, lokamat og árangur fræðslunnar eða menntunarinnar. Með árangri á ég í þessu tilfelli við það sem á ensku er kallað „impact“, segir Olstad. 

Hún telur að það gæti verið gagnlegt að beina sjónum frekar að því sem gagnast og spyrja hvort markmiðinu hafi verið náð. Það er auðvelt að meta hvort alt starfsfólk hafi sótt námskeiðið eins og þeim bar en ögn snúnara að meta hvort það hafi skilað tilætluðum árangri. Sem dæmi má nefna námskeiðið hreinlæti á veitingastað. Er hreinlætið betra eða hefur það batnað umtalsvert eftir að allt starfsfólkið lauk námskeiðinu. Eða hefur öryggi á byggingareit aukist eftir að allir sem vinna við bygginguna hafa sótt heilsu, umhverfis og öryggisnámskeið?  

Nýsköpunaraðferðir fela í sér að aðferðafræðina þarf prófa í reynd. Olstad vísar í hringborðsumræður á Námshátíðinni í Þrándheimi í vor, þar sem samtök um sveigjanlegt nám vörpuðu fram spurningunni: - Getum við verið nýskapandi í menntun án þess að gera tilraunir með árangur nemendanna af náminu? Niðurstöður umræðnanna sýndu að ef hvorki nýsköpun né þróun á sér stað er verið að gera tilraunir með nemendur.  

Þverfagleg nýsköpun 

–  Geturðu nefnt okkur lítið dæmi umnýsköpun á sviði menntunar í Noregi nú um stundir? 

–  Við ÓslóMet hefur verið gerð tilraun með þverfaglegt nám fyrir forskólakennara, kennara, heilsugæsluhjúkrunarfræðinga og barnaverndaruppeldisfræðinga. Nemendur vinna með raundæmi í þverfaglegum hópum og kynnast á þann hátt máli frá ólíkum hliðum og geta látið reyna á samstarf. Þetta má sennilega kalla nýsköpun vegna þess að það gagnast og er notað, segir Kari Olstad að endingu. Hún stýrir hópi sérfræðinga í nýsköpun í sveigjanlegu námi hjá samtökum um sveigjanlegt nám í Noregi, en þar á bæ er áhugi fyrir þróun þekkingar og nýsköpun á sviði menntunar.  
--- 
Við miðlum hér á eftir tveimur dæmum um nýsköpun, annars vegar í aðferð og innihaldi og hins vegar í samstarfi menntunar og atvinnulífs. 
---

Norskukennari nær árangri með því einfalda og aðgengilega 

Karense Foslien hefur náð góðum árangri með norskukennslu á YouTube. Hún er norskukennarinn sem bráðlega nær til 60.000 áhorfenda með YouTube-myndböndum og 20.000 með hlaðvörpum sínum.  Símenntunarmiðstöðvar og skólar fá hana líka til sín til þess að halda fyrirlestra um hvernig hægt er að læra norsku án þess að setjast á skólabekk. DialogWeb spyr hvort árangurinn byggi á snjallri nýsköpun? 

–  Ég hafði öðlast reynslu af ólíkum netskólum og árið 2015 ákvað ég að hefja eigin rekstur. Mig langaði til að gera námskeiðin einföld og aðgengileg fyrir venjulegt fólk. Þetta átti hvorki að vera háþróað né flott. Hugmynd mín var að skræla allt af sem mér fannst ekki virka vel í rafrænni kennslu og einfalda líkanið. Helst ætti að vera sem minnst af kerfum og stöðlum. Þegar kerfi og rútínur hindruðu mig ekki, varð auðveldara að vera nýskapandi, segir Karense Foslien í viðtali við Dialogweb.

–  Þú valdir að birta námskeiðsmyndband á YouTube?

– Sem norskukennari á netinu upplifi ég endurtekið að ég að fá sömu spurningar. Hvernig gæti ég gert þetta áhrifaríkara? Með því að taka upp myndband gæti ég svarað mörgum samtímis og þeir gætu horft á myndböndin þegar þeir hefðu tíma, og eins oft og þeir vildu. Hún er með 300 borgandi nemendur við skólann Norwegian Teaching. Allir aðrir hafa aðgang án þess að borga. 

Sjálfboðaliði   

Hún lítur á þetta sem sitt framlag sem sjálfboðaliði. Hún hefur áður unnið sem sjálfboðaliði í öðru samhengi og skilur virði þess. Nú deilir hún með þúsundum, sem notfæra sér stuttu, einföldu og ganglegu myndböndin og hlaðvörpin hennar, þar sem hún fjallar um einföld fyrirbrigði í norsku tungumáli. Eins og til dæmis orðin „ í staðinn fyrir“ eða „hvað fæ ég í staðinn“? Hvað þýðir þetta og hvernig er það skrifað og hvernig er að notað? Fyrir nemendur á námskeiðunum er myndböndunum og hlaðvörpunum fylgt eftir. Hún telur það einmitt brýnt ef halda á nemendum við efnið. Að læra norsku er næstum heildagsvinna, segir hún. 

Karense Foslien hafði skýrar hugmyndir um hvernig hana langaði að þróa norskunámskeiðin sín. Hún fylgdi ekki neinni kerfisbundinni nýsköpunaraðferðafræði, en prófaði og mistókst þangað til hún fann form sem henni fannst virka. Námskeiðin hennar eru vel á veg í nýtt form, og ekki hvað síst varðandi mátann sem þeim er miðlað á. Námskeiðin eru afar gagnleg og ótrúlega margir notfæra sér þau. Þess vegna má segja að þau uppfylli einföldu skilgreininguna á nýsköpun sem Kari Olstad vísaði til. Nákvæmari skilgreiningu er að finna í stóru norsku alfræðiorðabókinni:

Nýsköpun þýðir endurnýjun, nýsköpun, breytingar, nýjar vörur, þjónustu eða framleiðsluferli, eða að koma fram með breytingar því hvernig fjárhagslegum gæðum eða annars konar verðmæti eru framleidd á. Nýsköpun er manngerð breyting á virðisaukandi starfsemi. 

Kóngsbergskólinn 

–  Nýskapandi samstarf til þess að þróa umhverfi fyrir frumlegheit og nýsköpun.  

Kóngsbergskólinn er ekki eiginlegur skóli, heldur er um að ræða samstarfsverkefni leikskóla, skóla og háskóla annars vegar og atvinnulífsins í Kóngsbergi hinsvegar. Bærinn er í suðaustur Noregi og kallar sig Tæknibæinn sem vísar til þess að þar er blómlegt tækniumhverfi og fjöldi hátæknifyrirtækja. Markmið Kóngsbergskólans er stuðla að nýstárlegum og heildstæðum fræðslutilboðum þar sem sjónum er einkum beint að raungreinum, tækni og nýsköpun.  

Við leitum svara hjá framkvæmdastjóra í viðskiptaráðs Kóngsbergs, Wivi-Ann Bamrud, um samstarfið á milli menntunar og atvinnulífs með nýsköpun að markmiði. 

–  Ekki sem meginmarkmið, en við teljum að með því að hittast og miðla vanda okkar og lausnum, þá kvikna nýjar hugmyndir, ný hugsun og nýbreytni.   

Viðskiptaráðið samhæfir öll smá og stór verkefni sem hrint er í framkvæmd á vettvangi  Kóngsbergsskólans. Smátt, en mikilvægt verkefni gæti verið smíði báta fyrir leikskólann. Fyrirtæki í bænum skaffar smið, annað fyrirtæki efniviðinn og starfsfólk leikskólans kemur börnunum að verki. Talsvert stærra verkefni er Endur- og símenntun í iðnaði. Það verkefni snýst um brýn málefni sem snerta færni. Hvernig er hægt að viðhalda hæfni starfsfólks? Hvaða hæfni þarf að bæta? Hvernig geta fræðsluaðilar mætt þörfum fyrirtækjanna og vita fyrirtækin hvaða námskeið þau þarfnast? Hafa þau færni til að panta sí- og endurmenntun? Bamrud segir frá því að í þessu verkefni sé brýnt að tengja fólk sem vinnur við tækni og þróun, einmitt til þess að finna út hvaða færni fyrirtækin þurfa, ekki í dag heldur í framtíðinni, eftir eitt ár eða þrjú. 

3.PNG

Wivi-Ann Bamrud er ákafur stjórnandi einstaks samstarfs atvinnulífs og skóla, Kóngsbergskólans í Tækibænum Kóngsberg  Mynd: Jørn Grønlund

Í Kóngsbergskólanum er unnið að rúmlega 30 verkefnum. Þar er jafnframt vettvangur reglulegra funda. Þar hittast rektorar skóla, framhaldsskóla, fagskóla og háskóla og fulltrúar atvinnulífsins. Þetta er gagnlegur vettvangur fyrir umræðu og skilning og til þess að komast að því hvernig við getum þróað samstarfið segir Wivi-Ann Bamrud að endingu.