Nýtt Alþingi Íslendinga

 
Kosningarnar staðfesta það sem skoðanakannanirnar höfðu sýnt; stærstu vinstrisveiflu sögunnar. Vinstriflokkar hafa aldrei áður haft meirihluta á Alþingi. Samfylkingin og vinstri græn höfðu samanlagt 41,1% atkvæða eftir síðustu kosningar, en nú benda tölur til að fylgi flokkanna stefni í um 51,5 %. Það þýðir sömuleiðis að ríkisstjórnin, sem var minnihlutastjórn, er nú orðin meirihlutastjórn ef flokkarnir ná saman um nýjan málefnagrundvöll.
Tuttugu og sjö nýir þingmenn setjast á Alþingi eftir alþingiskosningarnar. Af 63 þingmönnum eru 27 konur eða 43%.