Nýtt Danmerkurkort yfir allt styttra framhaldsnám

 

Sameining og samruni skólastofnana er ein yfirgripsmesta breytingin í menntakerfinu á undanförnum árum og tók gildi 1. janúar 2008. Sameiningin nær til allra bakkalárgráða í starfsmenntun – til að mynda kennara, diploma verkfræðinga, hjúkrunarfræðinga, leikskólakennara, sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa og ljósmóður  – i sjö stórum starfsmenntaháskólum.
Meginframtíðarsýn menntastefnu starfsmenntaháskólanna er að útbúa menntastofnanir sem bjóða upp á jafngildar námsleiðir og háskólarnir, að koma til móts við margbreytilegar þarfir atvinnulífsins og mynda nýjar námsleiðir fyrir utan að þróa þær sem fyrir eru. Á þann hátt munu starfsmenntaháskólarnir vera gott framlag í því að raungera markmið ríkisstjórnarinnar um að minnsta kosti helmingur alls ungs fólks árið 2015 hafi framhaldsmenntun að baki og að aldur þeirra sem ljúka námi lækki.
Yfirlit yfir hið nýja Danmerkurkort menntakerfisins er nú aðgengilegt á heimasíðu danska menntamálaráðuneytisins www.uvm.dk/07/images/professions.gif