Nýtt bakkalárnám í hagfræði og fleiri nemapláss árið 2016

„Til þess að ungu fólki líði vel og vilji búa á Færeyjum, þá verðum við strax að koma á fleiri námstilboðum“ segir Rigmor Dam menntamálaráðherra.

 
Á fjárlögum fyrir 2016 er gert ráð fyrir að nemaplássum að við Fróðskaparsetur Føroya (Háskólans á Færeyjum)  fjölgi um 60 á milli áranna 2015 og 2016.
Haft er eftir ráðherranum er afar mikilvægt að í boði sé nám sem unga fólkið hefur áhuga á. Það er forsenda þess að ungir Færeyingar velji að læra og búa á Færeyjum. Auk vinsælla námsleiða eins og fyrir hjúkrunarfræðinga, kennara og leikskólakennara þá er hagfræði líka menntun sem margir hafa áhuga á og opnar tækifæri til margskonar starfa. Þess vegna er ráðherrann sérstaklega ánægður með að um tíma hefur verið unnið að undirbúningi námsbrautar til bakkalárgráðu innan háskólans sem byggir á aðstæðum í Færeyjum og sem tekið verður inn á sumarið 2016.