Nýtt frumvarp til laga um ævimenntun og jaðarfólk

Norska ríkisstjórnin ætlar að þróa nýja og heildræna stefnu fyrir fullorðna sem skortir grunnleikni. Þrjú ráðuneyti, menntamálaráðuneytið, ráðuneyti barna, jafnréttis og innflytjenda og atvinnu- og félagsmálaráðuneytið eiga að sameinast um nýtt frumvarp um ævimenntun og jaðarfólk.

 

Frumvarpið á að leggja fyrir Stórþingið árið 2015. – Við viljum komast að því hvaða kraftar leiða til þess að fólk hafnar á jaðri atvinnulífsins í ríkasta ríki í heimi, segir menntamálaráðherra Noregs Torbjørn Røe Isaksen við vox.no. 

Nánar á síðu Vox HER.