Nýtt frumvarp um alþýðufræðslu hefur verið lagt fram

 

Sænska þjóðþingið Riksdagen hefur nú samþykkt nýtt frumvarp til laga um alþýðufræðslu. Í frumvarpinu er áhersla lögð að ábyrgð á sviðum margreytileika og jafnréttis. Eini flokkurinn sem greiddi atkvæði á móti frumvarpinu var flokkur Svíþjóðardemókrata.

Með frumvarpinu verða nú til sérstök markmið fyrir alþýðufræðslu sem rekin er fyrir opinbert fé. Í því felst að metnaður stjórnvalda með stefnunni verður greinilegri og að markhópur alþýðufræðslunnar er breiðari en markhópur fullorðinsfræðslunnar sem alþýðufræðsla áður var hluti af.

- Í fyrsta skiptið í sögunni hefur þjóðþingið staðfest markmið fyrir alþýðufræðsluna. Það er til marks um þýðingu og mikilvægi fræðslusambanda og lýðskóla. Það er eitt af fleiri tilefnum til þess að ég tel að alþýðufræðslan hafi tækifæri til þess að leggja aðeins harðar að sér eftir ákvörðun þjóðþingsins á miðvikudaginn, segir Maria Arnholm, ráðherra sem fer með málefni alþýðufræðslunnar. 

Meira>>>