Nýtt háskólaþorp í Þórshöfn í augsýn

Rigmor Dam menntamálaráðherra hefur skipað samstarfshóp sem á að vinna tillögu um hvernig skipuleggja má háskólaþorp á „Frælsið“.

 
Markmiðið er að tillit verði tekið til tillaganna við gerð næstu fjárlaga. Í samstarfshópnum sitja fulltrúar háskólans, menntamálaráðuneytisins og „Landsverk“. Meginmarkmið hópsins er að gera tillögur um hvernig hægt er að setja saman kennsluhúsnæði, stúdentaíbúðir, bókasafn og aðra þjónustu sem þarf til að skapa lifandi og aðlaðandi námsumhverfi í einu hverfi í höfðuborginni, Þórshöfn.  Eins og er eru tvö svið og fimm deildir háskólans á mismunandi stöðum í borginni. Að sögn menntamálaráðherra  leggur ríkisstjórnin áherslu á menntamál og vill grípa til aðgerða til þess að takast á lýðfræðilegar áskoranir með ójafnri aldurssamsetningu eyjasamfélagsins þar sem tveir þriðju hlutar hvers árgangs ungs fólks flytur frá Færeyjum.
 
Nánar um framlag til háskólaþorps