Nýtt líkan fyrir fjárveitingar til alþýðufræðslunnar í Finnlandi

 

Vinnuhópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur lagt fram tillögur um nýtt líkan fyrir fjárveitingar til alþýðufræðslunnar. Markmiðið er að gera fjárveitingarnar fyrirsjáanlegri en einnig að tryggja starfsemi stofnana í dreifbýli.

Framlag ríkisins til fræðslumiðstöðvanna og meirihluti framlags ríkisins til lýðskóla og námsflokka/fullorðinsfræðslumiðstöðva verður veitt í gegnum úthlutanir. Með því móti verður fjárhagur stofnananna fyrirsjáanlegri og leiðir til þess að þær þurfa ekki að keppa sín á milli um námsmenn. 

„Endurskipulagning fjárveitinganna á að stuðla að jafnræði á milli landshluta, sem leiðir til þess að framtíð alþýðufræðslunnar er einnig tryggð í dreifbýlum landshlutum, segir Annika Bussman ráðunautur. Að hennar mati hefur alþýðufræðslan safnast að stöðum þar sem uppgangur er mikill.  

Áætlað er nýtt líkan verði tekið í notkun í upphafi ársins 2016.

Meira

Skýrslan á finnsku