Nýtt menntalíkan fyrir innflytjendur í Finnlandi

Frá árinu 2018 mun kennsla í lestri- og ritun fyrir innflytjendur flytjast undir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

 

Í júní sl. lagði vinnuhópur í ráðuneytinu fram tillögu að nýju líkani yfir menntun innflytjenda sem er sveigjanlegra og styttir leið innflytjenda til menntunar eða út á vinnumarkaðinn. Fræðsluaðilar á borð við borgarastofnanir, lýðskóla, símenntunarmiðstöðvar og sumarháskóla geta boðið upp á námið. 

Vinnuhópurinn leggur til að kennsla í lestri og ritun og nám í finnsku/sænsku leiki megin hlutverkið í líkaninu. Hægt verður að samþætta námið við praktískt innihald. Markhópur menntunarinnar eru einkum einstaklingar sem hafa þörf fyrir sveigjanleg og/eða hluta nám og einstaklingar sem teljast þurfa starfsmiðaða menntun. Hlutanám á einnig að vera í boði fyrir fólk á vinnumarkaði. 

Tillagan er í umsagnarferli sem lýkur 25 ágúst.

Nánar