Nýtt menntaverkefni fyrir frumkvöðla og viðskiptamenn

 

Námið er þróað af félagsskapnum ChangeAgents.gl og þróunin hófst í mars 2012 í þeim tilgangi að aðstoða nemendur sem ekki voru bóknámshneigðir við að þroska hæfileika sína með því að beita verkmiðaðri kennslufræði sem felst í að takast á við raunveruleg viðfangsefni frekar en fræðileg vandamál. Með öðrum orðum að frumkvöðlarnir og kaupsýslunemarnir eru sendir í leiðangra um Grænland, í þeim tilgangi að þróa lausnir á raunverulegum viðfangsefnum í samfélaginu á sviðum félags- menningar- eða umhverfismála eða í viðskiptum.
19 grænlensk fyrirtæki styrkja verkefnið fjárhagslega og leggja þekkingu og mannafla til ráðstöfunar. Annað sem einkennir námið er að það er þróað í samstarfi og gagnkvæmum áhuga við hugsanlegan markhóp og fyrirtækjanna. Á fundum, vinnustofum og í gegnum fésbókina hafa í sífellu komið fram nýjar tillögur og hugmyndir. Hægt er að nálgast enska lýsingu á dæmum og árangur af þróuninni á slóðinni: HTML.
Námið er í þróun, það mun taka tvö ár og hefjast 2014. Gert er ráð fyrir að 20 nemendur verið teknir inn árlega.

Lítið við á YES! Facebook-gruppe: www.facebook.com/YESGreenland.