Nýtt setur fyrir óháða fræðsluaðila í Danmörku

 

Þekkingarsetrinu er ætlað að efla og styrkja frjálsræðið í óháðum skólum og innan alþýðufræðslunnar. Markmiðið sestursins er að afla á kerfisbundinn hátt, vísbendinga um kennslu og rekstur fræðsluaðilanna, skjalfesta þær og miðla öðrum. Á heimasíðu setursins er hægt að nálgast upplýsingar um sviðið, nýjustu rannsóknir og þá atburði sem efst eru á baugi. Meðal annars er þróunarverkefni sem fjallar um „þátt samvista í lýðskólum“ sem setrið vinnur að í samstarfi við Samtök lýðskóla í Danmörku. 

Nánar: www.videnomfrieskoler.dk/forside