Nýtt stefnumótandi skjal frá alþýðufræðslunni: Leiðir og vilji alþýðufræðslunnar (Folkbildningens Vägval & Vilja)

 

Leiðir og vilji alþýðufræðslunnar beinir sjónum að fimm heildstæðum forgangsatriðum innan sænskrar alþýðufræðslu til framtíðar.
• Menntun og samhengi
• Aðgengileiki og þátttaka
• Íbúar og samfélag
• Atvinnulíf og ævimenntun
• Menning og sköpun

Megin hlutverk stefnumótunarskjalsins er að varpa ljósi á alþýðufræðsluna sem geira og sameinað afl í samfélaginu og að veita rétta og uppfærða mynd af því hvernig alþýðufræðslan lítur á meginviðfangsefni sín á öðrum áratug tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Skjalið skapar grundvöll fyrir samræður við þá sem koma að ákvarðanatöku á mismunandi stigum.

Meira: www.folkbildning.se/Vagval/