Nýtt tengslanet í NVL beinir athyglinni að hæfniþróun “fullorðinsfræðslukennara”

Nýtt þversum tengt tengslanet í NVL mun safna saman og skapa samvirkni milli þeirrar þekkingar og hæfni sem er að finna í hinum mörgu tengslanetum NVL.

 
Ljósmynd: Pexels Ljósmynd: Pexels

Hæfniþróun norræna “fullorðingsfræðslukennarans” hefur verið forgangsþema í NVL og Norrænu ráðherranefndinni í mörg ár.

NVL hefur gert yfirlitskannanir, greiningar og frumverkefni með það að markmiði að styrkja gæði starfa að námi fullorðinna. 

Nær öll þemaverkefni NVL hafa beint athygli að hæfniþróun þeirra sem starfa með þemu varðandi nám fullorðinna, samhengi og hlutverk.

NVL fylgir nú eftir þessari vinnu með því að stofna til tengslanets þversum, sem hefur að markmiði að gera sýnilegar núgildandi þarfir fyrir hæfniþróun og þróa lifandi módel fyrir samfellda, starfstengda og sveigjanlega hæfniþróun.

Lifandi módel fyrir hæfniþróun ber að líta sem viðbót við núverandi formlega menntun. Módelið á að stuðla að því að gera daglega starfsemi hæfa með samtölum og þróun ásamt deilingu þekkingar og reynslu á gildandi áskorunum í samþættandi námsferlum. Módelið byggir á norrænum gildum og snýr að öllum sviðum og löndum. 

Tengslanetið hefur þegar haldið fyrsta fund sinn, haustið 2018. 

Til fyrri verkefna og hvatningar telst m.a.:

●    Hæfni fullorðinsfræðslukennarans og hæfniþróun, 2017 
●    Evaluation of transformative learning circles, 2017
●    Atvinnulíf á Norðurlöndum, Nielson, Poul, NMR 2016
●    Norræni fullorðinsfræðslukennarinn, 2011
●    Nýskapandi námsferli í verki, 2009