Nýtt tengslanet í NVL beinir athyglinni að hæfniþróun í atvinnulífinu

Þann 11. og 12. september kom nýja tengslanet NVL fyrir samtök atvinnulífsins saman í fyrsta sinn í Osló. Tengslanetið á að vinna að hæfniþróun í og fyrir atvinnulífið. Fyrsti fundur netsins fór í að fulltrúarnir kynntust og í að skipuleggja starfsemina það sem eftir lifir af 2018 og á árinu 2019.

 
Frá vinstri María Guðmundsdóttir (SAF), Helen Rönnholm (Svenskt Näringsliv), Claus Eskesen (3F), Anni Siltanen (EK), Sveinn Aðalsteinsson (FA), Mattias Samuelsson (LO), Anne Folkvord (Akademikerne), Riina Nousiainen (STTK), Kari Hoff Okstad (Arbeidsgiverforeningen Spekter) og Inger Dyrnes (NVL Noregi). Christine Bernt Henriksen (DI) var ikke viðstödd þegar myndin var tekin. Frá vinstri María Guðmundsdóttir (SAF), Helen Rönnholm (Svenskt Näringsliv), Claus Eskesen (3F), Anni Siltanen (EK), Sveinn Aðalsteinsson (FA), Mattias Samuelsson (LO), Anne Folkvord (Akademikerne), Riina Nousiainen (STTK), Kari Hoff Okstad (Arbeidsgiverforeningen Spekter) og Inger Dyrnes (NVL Noregi). Christine Bernt Henriksen (DI) var ikke viðstödd þegar myndin var tekin.

Tengslanetið byggir áfram á þeirri vinnu sem unnin var í tengslanetinu “Kompetens sett ur arbetslivsperspektiv” (Hæfni séð frá sjónarhóli atvinnulífsins) (2014-2017) ásamt nýlegum skýrslum sem Norræna ráðherranefndin hefur gefið út um norræna menntunarsamvinnu, atvinnulíf og nám fullorðinna, m.a. skýrslu Poul Nielson “Arbejdsliv i Norden - Udfrodringer og forslag” (Atvinnulíf á Norðurlöndum - áskoranir og tillögur” (2016). 

Markmiðið er að meðlimir tengslanetsins kynni sér til hlítar viðfangsefni og þemu sem eru sameiginleg Norðurlöndunum og vinna að sameiginlegri þekkingu og skilningi á þeim. 

Fyrsta vinnustofa fyrir boðsgesti verður haldin í Osló 21. nóvember og ber titilinn “Hið stafræna ferðalag - hvernig fáum við starfsfólkið með okkur?” (Den digitale reisen - hvordan får vi de ansatte med?).