Skilyrði fyrir inntöku er stúdentspróf eða sambærileg menntun. Markhópur er fullorðnir sem flestir hafa háskólamenntun eða aðra menntun og sem óska eftir að leggja stund á færeysku á öðru stigi en hægt er á námskeiðum kvöldskólanna fyrir byrjendur. Markmiðið er að veita nemendum innsýn í færeyskt mál og málnotkun. Námið fer að hluta til fram í þriggja tíma vinnustofum aðra hverja viku á vormisseri og að hluta til sem fjarkennsla. Það er deildin fyrir færeysku og bókmenntir sem stendur fyrir náminu og kennarinn er Hjalmar P. Petersen, Dr. Phil og lektor i málvísindum.
Meira á færeysku og á ensku.