OECD: Efnahags og framfarastofnuninni kemur fram að menntunarstig ungra Finna er það hæsta í heimi

 
Í skýrslunni um samanburð á menntakerfum sem gefin er út á hverju ári kemur m.a. fram að Finnar á aldrinum 15 til 19 ára eru afar virkir við að sækja sér menntun, nærri 90 prósent  unglinga á þeim aldri leggja stund á nám, ýmist í fullu námi eða hluta til.
Vinnufærir Finnar á aldrinum 25–64 ára eru minna menntaðir en í jafnaldrar í þeim löndum sem Finnar bera sig gjarnan saman við. Í Finnlandi hafa 79 prósent af vinnufæru fólki lokið prófi frá framhaldsskóla en hlutfallið í Tékklandi er t.d. 90 prósent. Á þessu sviði eru Finnar í 10 sæti á listanum yfir OECD lönd. Löndin þar sem hlutfall þeirra sem lokið hefur prófi úr framhaldsskóla er hærra en í Finnlandi eru Danmörk, Þýskaland, Svíþjóð og Bandaríkin, auk þeirra lönd utan OECD eins og Eistland og Rússland.
Meira