OECD hefur greint færnikerfið

Norðmenn er fyrsta þjóðin sem í samstarfi við OECD hefur innleitt stefnu stofnunarinnar fyrir færni Skills strategy. Að loknum fjórum yfirgripsmiklum vinnustofum á árinu 2013 með umræðum fulltrúa margskonar hagsmunaaðila, hefur greiningin verið birt í skýrslunni: OECD skills strategy diagnostic report Norway, þar er lýsing á 12 áskorunum sem blasa við í færniþróunarkerfi Norðmanna í náinni framtíð.

 

Færnistefnan, Skills stategy nær til fjögurra flokka: þróun viðeigandi leikni (developing relevant skills), virkjun framboðs á leikni (activating skills supply), skilvirk beiting leikni (using skills efficiently) og efling færniþróunarkerfisins í Noregi (strengthenng Norway's skills system). Í hverjum flokki er sjónum beint að þremur áskorunum framtíðar Noregs. Meðal þeirra er  áhersla á nýsköpun og frumkvöðulshátt, bætt náms- og starfsráðgjöf, fækkun í hópi brottfallinna og aukin áhersla á breitt samstarf. Á árinu 2014 er gert ráð fyrir að gefin verði út framkvæmdaáætlun fyrir verkefnið Skills strategy. 

Lesið alla greiningarskýrsluna hér: PDF 
Stytt útgáfa her: PDF