Óflaglærðir vilja gjarnan læra meira en rekast á hindranir

 

 

Frá ófaglærðum í fagmenntaðan – hvað skiptir máli varðandi kynningu á fagmenntun  fyrir ófaglærða, er yfirskriftin á nýrri rannsókn frá dönsku námsmatsstofnuninni. Samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 20% eða sem svarar til 50.000 ófaglærðra á aldrinum 25 til 54 ára afar  eða frekar reiðubúnir til þess að sækja nám sem er í mótsetningu við fjölda þeirra sem ljúka námi.

Þess vegna var ákveðið að hrinda rannsókninni í framkvæmd árið 2014 til þess að öðlast meiri þekkingu á hvatningu, tækifærum, og hindranum sem hafa áhrif á þátttöku ófaglærðra í námi. Áhersla var lögð á eigin upplifun ófaglærðra. Í skýrslunni er varpað ljósi á ófaglærða, hverjir það eru, hvernig þeir sem ljúka námi skiptast eftir ólíkum hópum og starfsgreinum.

Í skýrslunni er bent á hvetjandi þætti eins og:

  • Hvort þeir telja að þeir útfrá faglegu mati muni geta lokið starfsnámi.
  • Hvor þeir telja líkurnar á að verða atvinnulaus miklar eða mjög miklar
  • Hvort einn eða fleiri af núverandi vinnufélögum hefur hvatt þá til að hefja starfsnám
  • Hindranir sem koma í veg fyrir að hefja nám eru m.a.
  • Að þeir lendi í fjárhagsþrengingum á meðan á náminu stendur.
  • Að núverandi vinna veiti þeim ekki nægilegt svigrúm til þess að leggja stund á nám
  • Að starfsmenntun sé ekki nauðsynleg í sambandi við núverandi atvinnu.

Lagðar eru fram tillögur m.a. um hvernig  hægt er að beita ráðgjöf og hvatningu til að örva ófaglærða til að ljúka námi.

Sækið skýrsluna