"Öldrun gæti örvað hagvöxt"

 

Mandag Morgen hefur í samstarfi við Miðstöð heilbrigðrar öldrunar við Kaupmannahafnarháskóla gert greiningu á öldrun í samfélaginu. Í greiningunni er m. a. að finna niðurstöðu þess efnis að fjöldi virkra eldri borgara geti orðið nýtt afl á vinnumarkaði og í samfélagi borgaranna, en forsendur þess séu breytingar á t.d. eftirlauna- og ellilífeyriskerfunum sem fylgt verði eftir með umræðum um breytingar á stefnu í heilbrigðis-, vinnumarkaðs- og menntamálum áður en hægt verði að sýna fram á mögulegan ávinning.

Lesið greinina: Mm.dk