Opnir miðlar og námssamfélög - Åpen media og læringssamfunn

Markmið vinnustofunnar er að stuðla að auknum sveigjanleika í námi. Kynntar verða nýjar aðferðir og þjálfuð notkun á verkfærum upplýsingatækninnar við skipulagningu á námi og kennslu.

 
Fra Sør-Island Albert Einarsson Fra Sør-Island


Ný tegund samfélaga er að ryðja sér til rúms þar sem allir geta tekið þátt, óháð staðsetningu. Það sem til þarf er áhugi á viðfangsefninu, tölva eða snjalltæki og nettenging. Til þess að mæta þörfum kennara í fullorðinsfræðslu bjóða NVL, HÍ og FA upp á  vinnustofu fyrir leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu þann 1. desember 2016 þar sem fjallað verður um nýjungar og þróun á þessu sviði. 

Markmið vinnustofunnar er að stuðla að auknum sveigjanleika í námi. Kynntar verða nýjar aðferðir og þjálfuð notkun á verkfærum upplýsingatækninnar við skipulagningu á námi og kennslu.

Innihald: Vinnustofan er tvískipt, þar sem annars vegar verður unnið með opna miðla og skoðað efni sem er aðgengilegt, opið og ókeypis. Búið verður til nýtt efni og skoðaðar leiðir til að deila efni með öðrum. Hins vegar verður leiðsögn um notkun aðferða og verkfæra sem henta þeim sem vilja skapa og viðhalda námssamfélögum á netinu. Námssamfélög eru fjölbreytt og með margs konar tilgang og því er mikilvægt að nota leiðir sem henta hverju sinni.

Aðferð: Hópvinna, verkefni, fyrirlestrar og umræður. Unnið verður með viðfangsefnin í tveimur hópum þar sem leiðbeinendur skipta með sér verkefnum.

Námsviðmið

Að námi loknu hafa námsmenn öðlast eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni

Námsmenn þekkja:
*            Efni sem er aðgengilegt öllum á netinu.
*            Tilgang námssamfélaga á netinu.
*            Reglur sem gilda um afnot af efni sem er aðgengilegt á netinu.

Námsmenn eru færir um að:
*            Búa til rafrænt efni og deila með öðrum.
*            Nota og útfæra valdar aðferðir til að deila efni með öðrum.
*            Nota fjölbreyttar aðferðir og verkfæri til að skapa og viðhalda námssamfélögum á netinu.

Námsmenn hafa hæfni til að:
*            Sýna frumkvæði við notkun opinna miðla og veita námsmönnum stuðning.
*            Vera virkir þátttakendur í námssamfélögum á netinu.
*            Skapa menningu í eigin skólasamfélagi sem styður við námssamfélög og notkun opinna miða.

Dagskrá

9:00     Kynning og umfjöllum um opna menntamiðla, námssamfélög, nýjungar og þróun í notkun upplýsingatækni.
9.40     Opnir miðlar (OER) í menntun á Íslandi
10.10   Kaffi
10.30   Vinnustofa
12.00   Matur
12.45   Menntabúðir
13.30   Vinnustofa
14.30   Kaffi
14.50   Vinnustofa
15.30   Samantekt

Umsjón: Alastair Creelman  sem einnig verður aðalfyrirlesari á ársfundi FA og Hróbjartur Árnason lektor í kennslufræði fullorðinna hjá HÍ, ásamt gestafyrirlestrum.

Praktískar upplýsingar

Vinnustofan verður haldin í Íþróttamiðstöð Íslands í Laugardal (Engjavegi 6), fimmtudaginn 1. desember 2016 klukkan 9-16.
Vinnustofan er ókeypis, ætluð kennurum í fullorðinsfræðslu, boðið verður upp á léttan hádegisverð, te og kaffi.
Vinsamlegast athugið að hluti af vinnustofunni fer fram á ensku. Þátttakendur þurfa að taka með sér tölvu og gjarnan hafa meðferðis hugmynd að námsefni til að miðla með hópnum.
Nánari upplýsingar veitir Bergþóra Arnórsdóttir í síma 599 1400 eða með tölvupósti á netfangið bergthora@frae.is

Þátttökuskráning

Um vinnustofuna og dagskrá - skjal fyrir niðurhal: Opnir midlar og namssamfelaog.pdf (172,16 KB)