Plaköt um náms- og starfsráðgjöf í fangelsum

Netið um menntun í fangelsum hefur staðið að gerð plakata fyrir fanga, starfsmenn og stjórnendur fangelsa, til þess að auka þekkingu um náms- og starfsráðgjöf

 

Skoðið og sækið plakötin með krækjunum neðar á síðunni. Fyrir fanga hentar plakatið með yfirskriftinni: Náms- og starfsráðgjöf getur vísað þér fram á veginn, en þar kemur fram á hvað felst í náms- og starfsráðgjöf. Starfsfólki og stjórnendum er ætlað plakatið með yfirskriftinni: Náms- starfsráðgjöf í fangelsum, sem sýnir það sem vinnuhópurinn telur að eigi að felast í náms- og starfsráðgjöf í fangelsum.

Plakötin eru á tvennskonar formi sem hægt er prenta út nýta í stofnunum. Plakötin eru á dönsku, íslensku, finnsku norsku og sænsku. Textinn á plakötunum hefur verið staðfærður að hverju landi og því eru yfirskriftirnar ólíkar.

Um vinnu netsins með náms- og starfsráðgjöf í fangelsum

Norrænt samstarfsnet um menntun í fangelsum hefur allt frá árinu 2018, stofnað og samhæft starf minni vinnuhópa sem fjalla um ákveðin þemu í ákveðinn tíma. Þess er vænst að afurðirnar gagnist í starfsemi fangelsa.

Vinnuhópurinn um ráðgjöf hefur beint sjónum að náms- og starfsráðgjöf fyrir fanga sem eru virkir í námi. Að leggja stund á nám bætir forsendur fanga til lífs án afbrota og náms- og starfsráðgjöf leikur lykilhlutverk í aukinni menntun og sjálfsþekkingu í tengslum við val á námi og störfum. Aðgangur að góðri náms- og starfsráðgjöf getur verið liður í að fyrirbyggja og koma í veg fyrir frekari afbrot og á þann hátt nýst sem verkfæri við inngildingu í samfélagið. Vinnuhópurinn hefur kannað hvernig náms- og starfsráðgjöf er háttað á Norðurlöndunum til þess að geta lært af reynslu annarra.

Í vinnuhópnum eru einstaklingar sem starfa við náms- og starfsráðgjöf í fangelsum á Norðurlöndunum annað hvort sem starfandi ráðgjafar eða sem miðlægir fulltrúar á sviði ráðgjafar.

Nána um norræna samstarfsnetið um menntun í fangelsum hér

Hafðu samband við netið um endurgjöf

Ef þú hefur spurningar eða vilt veita endurgjöf varðandi plakötin vinsamlegast hafðu samband við forsvarsmann netsins:

Lenu Broo
Kriminalvården
Lena.Broo@kriminalvarden.se

Hægt er að hala plakötunum niður hér