Raddir notenda – Niðurstöður úr norrænni rannsókn í náms- og starfsráðgjöf

 

Hugmyndin um að virkja notendur almannaþjónustu í uppbyggingu og skipan hennar hefur fengið aukinn hljómgrunn hin síðustu ár, þ.m.t. í náms- og starfsráðgjöf. Að baki liggur sú lýðræðislega sýn að notendur eigi rétt á að láta í ljós skoðanir og móta þá þjónustu sem þeir nýta sér. Litið er svo á virk þátttaka notenda náms- og starfsráðgjafar auki gæði hennar. Markmiðið með rannsókninni er m.a. að kanna að hvaða marki notendurnir eru virkir þátttakendur í þróun náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna á Norðurlöndum. Í rannsókninni er einnig leitað svara við því hvaða áhrif ráðgjöfin hefur á þá sem notfæra sér hana, þ.e. hver er ávinningur hennar fyrir notendurna. Rannsóknin byggir á niðurstöðum úr rýnihópum meðal notenda, ráðgjafa og stjórnenda á sviði fullorðinsfræðslu og netkönnun meðal notenda á Norðurlöndum. Rannsókninni var stýrt frá Háskóla Íslands og hún var fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni.

Lestu um niðurstöður rannsóknarinnar: HTML