Hér má lesa kynningarnar og horfa á vídeóupptöku af málstofunni.
Morgunverðamálstofan var haldin í samstarfi Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna (NVL) og Hæfnimiðstöðvarinnar í Noregi. Rie Thomsen prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskólann í Árósum og Anette Vaage Slåtto, lektor við háskólann í Suðaustur-Noreg héldu fyrirlestrana
Bakgrunnur
Raðgjöf er mikilvæg aðferð bæði hvað varðar hæfnipólitík og inngildingu nýaðfluttra flóttamanna og innflytjenda. Flóttamenn og innflytjendur teljast til hóps sem oft á í erfiðleikum með að ná langvarandi tengslum við atvinnulífið. Margir búa yfir hæfni sem er eftirsótt af atvinnulífinu. Þrátt fyrir það eru sannanir um að þeir sem teljast til þessa hóps þurfi að þróa/bæta við færni sína. Ráðgjöf fyrir fullorðna gagnast einstaklingum vel við að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. Jafnframt getur hún stuðlað að því að samfélagið fái notið stærri hluta af færni íbúanna.