Rafræn náms- og starfsráðgjöf er framtíðin

Danir eru á góðri leið með að þróa rafræna náms- og starfsráðgjöf, sem verkfæri þar sem hægt er að nálgast ráðgjöf ýmist til almennrar menntunar eða fullorðinsfræðslu. Álendingar, Færeyingar og Grænlendingar telja góð tækifæri felast í rafrænni náms- og starfsráðgjöf.

 
Mynd: Birgitte Reimer Mynd: Birgitte Reimer

Ráðgjöf með þessari nýju aðferð, sem þegar er beitt í Danmörku, rafrænni náms- og starfsráðgjöf getur örugglega einnig gagnast þjóðunum á sjálfstjórnarsvæðunum, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi, löndum þar sem langt er á milli bæja. 

Með rafrænni náms- og starfsráðgjöf er hægt að leiðbeina einstaklingum um hvaða tækifæri þeir hafa til menntunar. Sem dæmi má nefna að ef smellt er á „tækifæri til þess að bæta einkunnir úr grunnskóla“ á heimasíðunni, þá birtist síða með upplýsingum um rafræna náms- og starfsráðgjöf. 

Grænlendingar ætla að hefja tilraun með rafræna náms- og starfsráðgjöf í febrúar 2020 en upplýsingaráðið hefur ákveðið að loka smám saman heimasíðunni „Sunnugu“. Til að það verði hægt þarf að ráða starfsfólk sumt í fullt starf og annað í hlutastörf.  

– Á það verður látið reyna þegar frá febrúar 2020. Tækifæri munu gefast bæði á Fésbókinni, með tölvupósti og símleiðis og þess vegna mun verða þörf fyrir ráðningu starfsfólks bæði í fullt starf og hlutastörf, segir Kristian Aagaard, sem ber ábyrgð á fyrirhuguð kerfi fyrir rafræna náms- og starfsráðgjöf á Grænlandi. 
Á málþingi sem Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL stóð fyrir, tóku þátt ráðgjafar víða af ströndum Grænlands og þangað var jafnframt boðið ráðgjöfum frá Álandi, Færeyjum og Danmörku. Og allir gátu þátttakendurnir rætt tækifærin sem felast rafrænni náms- og starfsráðgjöf en einnig um gallana við að veita náms- og starfsráðgjöf á rafrænan hátt. 

Danir á góðri leið 

Sé ætlunin að mennta sig frekar, er hægt að finna tækifæri til þess með aðstoð rafrænnar náms- og starfsráðgjöf.

Mette Werner Rasmussen, ráðgjafi við fullorðinsfræðslumiðstöðina fyrir höfuðborgarsvæðið og Borgundarhólm í Danmörku, telur að mikinn ávinning felast í nýtingu rafrænnar náms- og starfsráðgjafar.

– Allt fer fram á stafrænan hátt, við búum við tvö kerfi, annað fyrir almenna menntun og hitt sem miðast frekar við fræðslu fyrir fullorðna. Árið 2011 var opnað fyrir rafræna náms- og starfráðgjöf í Danmörku, síðan hefur ráðgjöfin þróast í þá veru sem hún er í dag: Sífellt fleiri svið hafa bæst við undir rafræna ráðgjöf. Og það er auðveldara fyrir marga að geta fundið tækifærin á Internetinu, þar sem hægt er að leiðbeina með rafrænni ráðgjöf, segir Mette Werner Rasmussen, sem jafnframt er fulltrúi Dana í norrænu náms- og starfsráðgjafaneti NVL. 

Mette Werner Rasmussen segir jafnframt, að í rafrænni rágjöf felist einnig ákveðið óhagræði, rafræn ráðgjöf getur verið vondur kostur fyrir þá sem eiga í erfiðleikum með að skrifa eða lesa, vegna þess að rafræn ráðgjöf er sjálfsafgreiðslukerfi þar sem maður les og smellir sig áfram í gegnum kerfið. 

Skortur á menntun á meistarastigi 

Á Álandseyjum búa 30.000 manns og þar er menntun á meistarastigi fyrir náms- og starfsráðgjafa. Það sama er ekki að segja um Grænland; þar er ekki  hægt að afla sér menntunar í náms- og starfsráðgjöf á meistarastigi. 

– Ráðgjafa á Grænlandi skortir reynslu, þekkingu og raunverulega menntun á sviði ráðgjafar. Í framtíðinni ætti að tryggja menntun ráðgjafa, eru lokaorð Christine Tønnesen  stjórnandi ráðgjafamiðstöðvarinnar. 

Á leið til rafrænnar náms- og starfsráðgjafar 

Rafræn náms- og starfsráðgjöf veitir tækifæri til þess að veita fjölbreyttum hópum fólks með mismunandi samfélagslegan bakgrunn ráðgjöf. Hún hefur þegar náð fótfestu í Evrópu og um þessar mundir er verið að innleiða hana líka á sjálfstjórnarsvæðunum Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. 

Eins og annarsstaðar í veröldinni er þar aukin þörf fyrir fullorðinsfræðslu (LLV) og ævinám (LLL), en einnig raunfærnimat. Þörf er fyrir annars konar ráðgjöf, þegar um er að ræða ráðgjafaþjónustu varðandi náms- eða starfsval eða eingöngu námsráðgjöf. Nú er verið að þróa rafræna náms- og starfsráðgjöf á norrænu sjálfstjórnarsvæðunum. 

Aldrei fyrr hefur þörfin fyrir ráðgjöf varðandi náms- og starfsval (karrierevejledning) verið jafn mikil í Evrópu og tilboð um rafræna ráðgjöf verið jafn árangursrík eins og íDanmörku þar sem hún hefur verið í boði síðan 2011.

Samráðsfundur fyrir stjórnmálamenn og yfirvöld 

Sameiginlegur fundur þar sem ráðherrar frá  Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum voru meðal þátttakenda, árangur fundarins eru ný markmið fyrir norrænu sjálfstjórnarsvæðin þrjú: Grænland, Færeyjar og Álandseyjum sem tengjast verkefnum NVL.

Grænlensku þátttakendurnir hafa komist að þeirri niðurstöðu að þörf sé á betra sambandi við stjórnmálamenn til þess að ræða tækifæri sem felast í fullorðinsfræðslu, ævinámi og raunfærnimati. 

– Það er talað of mikið og of lítið gert vegna þess að það er þörf fyrir betri yfirsýn yfir hver ber ábyrgð á hverju, segir Christine Tønnesen framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar. 

Í pallborðsumræðum voru menn sammála um að „majoriaq“ ráðgjafarnir í 17 ólíkum bæjarfélögum á Grænlandi verði að vera í betra sambandi við framkvæmdastjórann. 

Vísum veginn 

Á Álandseyjum komst ráðgjöfin á skrið þegar verkefnið Vísum veginn, með tilraunum við náms- og starfsráðgjöf hófst þann 1. janúar 2017, og verkefninu lýkur árið 2020. Verkefnið er að fullu fjármagnað af byggða- og félagsmálasjóðnum. Þar hafa menn komist að því að þörf er fyrir að þróa kerfið, aðlaga það að menningu og tungumáli Álendinga. 

Á Færeyjum er náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna, ævinámi og raunfærnimati nýtilkomin. Þess vegna finnst þeim að þeir séu heppnir, með rökum fyrir því að það séu ekki svo margir sem kerfi þeirra nær yfir og því sé auðveldara að samhæfa aðgerðir. 

Þörf fyrir nýungar 

Í Evrópu er tilhneiging í þá veru að menntun og áhrif hennar verði að endurnýja oft. Þess vegna er þörf fyrir nýungar á hinum ýmsu sviðum menntunar. Ævinám hefur raungerst fyrir flesta. Og rafræn náms- og starfsráðgjöf er gagnlegt verkfæri, segir Raimo Vourinen sem er verkefnastjóri í við finnsku rannsóknamiðstöð um menntamál við háskólann í Jyväskylä í Finnlandi. Hann segir jafnframt að það sé mikilvægt fyrir sjálfstjórnarþjóðirnar að hittast til þess að ræða og miðla reynslu og þekkingu. 

Á málþinginu voru þátttakendur sammála um að við kaup á kerfinu fyrir rafræna náms- og starfsrágjöf verði að aðlaga það að mismunandi menning og tungumálum. 
En jafnframt ríkir eining um þá skoðun að enn skorti heildræna framtíðarsýn fyrir málefni er varða fullorðinsfræðslu, ævinám og raunfærnimat. Það sé þörf fyrir heildræna stefnu fyrir alla. 

Höfundur: Birgitte Reimer