01/11/2021

Åland

Nám fullorðinna fullorðinsfræðsla, Menntastefna

6 min.

Rafræn ráðgjöf – framtíðin fyrir sjálfstjórnarsvæðin

Fulltrúar Grænlands, Færeyja og Álandseyja hittust á samráðsfundi í lok september til þess að ræða ráðgjöf framtíðar og hvernig áframhaldið ætti að verða. Samantekt fundarins gæti hljóðað eitthvað í þessa veru: Rafræn ráðgjöf, fá stjórnmálamenn og yfirvöld með og auk þess að safna saman öllum þeim sem koma að ráðgjöf.

Rafræn ráðgjöf – framtíðin fyrir sjálfstjórnarsvæðin

Stjórnandi vinnumarkaðs- og námsþjónustustofnun Álandseyja, (AMS) Thomas Lundberg og Bodil Regårdh

Stefna er varðar ævinám – sjálfbæra ráðgjöf – framtíðarráðgjöf: Áskoranir og tækifæri kerfis fyrir rafræna ráðgjöf – hverskonar stefna er mikilvæg fyrir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar? Svohljóðandi var yfirskrift samráðsfundarins þann 29. september undir stjórn Yana Jahrén, Álandseyjum og Bodil Regårdh, Álandseyjum.

Samráðsfundurinn 2021 fylgir eftir niðurstöðum og leiðbeiningum sem urðu til á tveimur fyrri samráðsfundum árið 2017 í Þórshöfn og 2019 í Nuuk. Samráðsfundirnir munu byggja á grunni eftirfylgni við skýrslu sem vinnuhópur um upplýsingatækni og ráðgjöf vann að á árunum 2020-2021

Að loknum inngangi mættu fulltrúar landanna í svokölluðum breakout rooms til þess að ræða eftirfarandi þrjár spurningar:

  1. Hvaða tækifæri eru til þróunar?
  2. Hvaða áskoranir blasa við?
  3. Hvernig ætlið þið að halda áfram?

Athugasemdir Grænlendinga og Álandseyinga

Færeyingar staðfestu að þeir myndu leggja áherslu á samstarf og að þörf væri fyrir sameiginlegt gildismat og að það væri áskorun að ná til innflytjenda.

Í samantekt niðurstaðna Grænlendinga kom fram að leggja ætti áherslu á rafræna ráðgjöf og menntun.

– Þar að auki verðum við að hugsa ráðgjöf í víðara samhengi en augliti til auglitis á einhverri skrifstofu. Bæði í hópum, á stafrænum miðlum, í náminu og helst annarstaðar þar sem nemendur eru þegar saman í einhverju öðru samhengi. Þá er hægt að byggja áfram á tengslum þeirra. Ég heyrði um verkefni þar sem unga fólkið hittist til að baka kökur og svo væri hægt að víkka efnið og ræða um framtíðina og óskir um hana, segir Ilse Jensen,þróunar og ráðgjafarstjórnandi í Nuuk á Grænlandi.

Hún nefnir nokkur atriði sem henni finnst mikilvægt að leggja áherslu á í framtíðinni:

– Þetta á að snúast um ráðgjöf ekki leiðsögn, til þess að nemendur verði reiðubúnir til þess að velja rétt hvað varðar ævinám. Áður en þú getur valið rétt verður þú að spyrja þig „Hver er ég?“ og „Í hverju er ég góð/ur?“

– Mennta verður ráðgjafa með praktíska reynslu af notkun stafrænna miðla. Ekki aðeins hvað varðar vísun í rafræna ráðgjöf, heldur líka í auknum mæli hvernig hægt er að þróa ólíka lausnir staðbundið.

Bodil Regårdh staðfesti að Álendingar verði að leggja áherslu á samstarf í netum og samvinnu til þess að fá viðskiptalífið og aðrar stofnanir og móta stefnu til þess að fá yfirvöld með.

– Halda áfram að þróa samstarfsnet um rafræna ráðgjöf og sameiginlegan stafrænan vettvang, segir Bodil Regårdh.

Stjórnandi vinnumarkaðs- og námsþjónustustofnun Álandseyja, (AMS) Thomas Lundberg hefur sett markið hátt:

– Við á Álandseyjum ætlum að verða best í ráðgjöf. Til þess að ráðgjöf um þróun starfsferils verði best á Norðurlöndum verðum við að tryggja gæði starfseminnar. Tryggja gæði í samstarfi við notendur. Færni ráðgjafa um þróun starfsferils verður sífellt að efla og þjónustuna verður sífellt að bæta.

Hvað varðar rafræna ráðgjöf mun stofnunin kynna sér vel þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi og varpa ljósi á eftirfarandi þætti:

  1. Mikilvægi. Metið hvort hægt sé að ná sama árangri á ákveðnu landssvæði byggt á markmiðum / þörfum. Er hægt að alhæfa um árangurinn?
  2. Samhengi. Dæmið hæfni innan stofnunarinnar til þess að innleiða þjónustuna. Takið tillit til ólíkra þátta eins og færni starfsfólks stofnunarinnar og afstöðu starfsfólksins.
  3. Sveigjanleiki. Metið hvort hægt er að veita þjónustuna í raun og veru. Eru nægar bjargir innan stofnunarinnar (mannauður, fjármagn, tækni)? Mundi það virka?

Ráð frá fræðimönnum

Í lok fundarins veitti fræðimaðurinn Raimo Vuorinen, sem starfar við Jyväskylä háskóla nokkur ráð til Færeyinga, Grænlendinga og Álendinga um hvernig þeir gætu borið sig að. Í rannsóknum sínum leggur hann meðal annars áherslu á ævinám og þvervísindalega ráðgjöf. Hann staðfesti að Grænlendingar, Færeyingar og Álendingar byggju um þessar mundir við ákveðinn stöðugleika hvað varðar ráðgjafarkerfi og bjóða þegar upp á þjónustu á þessu sviði. En þörf er á að þróa þetta áfram. Skiptandi ríkisstjórnir og heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að vekja dálitlar áhyggjur meira að segja varðandi ráðgjöf.

– En til þess að þróa þetta áfram er þörf fyrir ákveðinn viljastyrk af hálfu stjórnmálamanna, koma efninu í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og fá einhvern til þess að fylgja því eftir og fá fjárveitingar, segir Yana Jahrén, sem var fundarstjóri.

Það sem kom fram á fundinum og einnig í máli Raimo Vuorinen var að ná ráðgjöfunum saman í þverfagleg teymi. Þá er um að ræða ráðgjafa sem eru við aðrar stofnanir, félög og frjáls félagasamtök. Sem dæmi má nefna ráðgjafa hjá hjálpar- og lýðheilsustofnanir, vinnumiðlunum, æskulýðsleiðtoga og aðra sem koma að starfsferils- eða starfsráðgjöf.

– Það sem við eigum líka sameiginlegt er að við verðum að byggja þjónustuna á þörfum markhópsins segir, Yana Jahrén.

Linda Strandenholm, sem starfar nú við ráðgjöf við hjá AMS á Álandseyjum dró saman niðurstöður fundarins:

– Við verðum að verða betri í rafrænni ráðgjöf. Skref í þessa átt er að sameina alla sem koma að ráðgjöf á sama vettvang, segir hún.

Nyeste artikler fra NVL

Finlands äldsta bildningsstiftelse gör sig redo att fira 150 år av betydelse

11/04/2024

Finland

8 min.

– Plötsligt har vi börjat montera ner en lång bildningstradition som andra länder beundrar. I övriga Europa är man mycket förvånad och undrar vad Norden riktigt håller på med, säger Lauri Tuomi. Trots kalla vindar är han med och utlyser ett nationellt temaår för bildning i Finland. I egenskap av chef för det jubilerande Folkupplysningssällskapet blickar han nu bakåt och...
Kaj Sandvik från Optimaplus, Linda Fransson från Gnosjö Automatsvarvning och Jonas Sandlin från FCV möts på Åland i samarbete med NVL. Foto: Marika Kvarnström

14/03/2024

Finland

9 min.

Yrkesakademin i Österbotten börjar utföra branschvalidering enligt en beprövad svensk modell. Företagaren Jonas Sandlin har fått ensamrätt på den i Finland och flera finländska utbildningsinstitutioner visar intresse.

Undervisningen på den nye linje handler ikke altid kun om bæredygtighed, men det indgår i alle fag, og alle lærere har selv ønsket at undervise netop denne klasse.

07/03/2024

Danmark

7 min.

HF & VUC Nord har siden sommerferien haft en bæredygtig linje. Her bliver HF-eleverne gennem en blanding af projekter og teori klædt på til at forstå og med tiden måske være med til at løse nogle af klodens største problemer.

Share This