Ráðgjöf fyrir frumkvöðla af erlendu bergi brotnu á vegum Eflingar atvinnusköpunar ber ríkan árangur

Stofnun um eflingu atvinnusköpunar fyrir innflytjendur í Danmörku hefur gefið út yfirlit yfir árangurrík og góð dæmi um fyrirtæki frumkvöðla sem stofnunin hefur átt þátt í að koma á laggirnar á árabilinu 2010-2013.

 

 

Stofnun um eflingu atvinnusköpunar fyrir innflytjendur í Danmörku hefur gefið út yfirlit yfir árangurrík og góð dæmi um fyrirtæki frumkvöðla sem stofnunin hefur átt þátt í að koma á laggirnar á árabilinu 2010-2013. Tölur frá dönsku hagstofunni og Stofnun til eflingar atvinnusköpunar fyrir íbúa af erlendu bergi brotna, sýna fram á að ráðgjöf frá stofnuninni nýtist vel við stofnun nýrra fyrirtækja.

Niðurstöður könnunar sýna meðal annars að stofnun nýrra fyrirtækja getur komið í veg fyrir atvinnuleysi meðal danskra innflytjenda og að þeir skapa varanleg atvinnutækifæri bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Ráðgjöf fyrir innflytjendur sem vilja stofna fyrirtæki ber árangur og leiðir til þess að þeir stofna fyrirtæki og það er samfélagslegur og fjárhagslegur ávinningur af því.

Lesið meira og sækið skýrsluna á: 
http://startvaekst.dk/etniskerhvervsfremme.dk

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk