Ráðherra (Naalakkersuisoq) menntamála heimsækir menntastofnanir á framhaldsskólastigi

 

Ráðherra (Naalakkersuisoq) menntamála, Nivi Olsen, Lýðræðisflokknum hefur afgerandi skoðanir á að hagræðing í menntakerfinu muni hafa jákvæð áhrif á efnahag Grænlands og hefur meðal annars heimsótt framhaldsskóla til þess að hvetja unga fólkið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að góðum árangri verði náð, bæði eigin vegna og samfélagsins.

Heimsóknirnar hófust í Menntaskóla Norður-Grænlands með erindi fyrir unglingana um staðreyndir frá löndum sem Grænlendingar bera sig saman við, um hvernig viðnámsþróttur  og vilji geti  gert þeim kleift að komast í gegnum námið án þess að gefast upp, þrátt fyrir að það teljist venjulegt fyrir menntaskólanema á Grænlandi að eignast börn. Ráðherrann, Novi Olsen, beindi máli sínu markvisst og beint til unga fólksins og vísaði til dæma frá því að hún var sjálf í menntaskóla. Hún ræddi bæði við nemendur á síðasta ári í menntaskóla og fullorðna nemendur sem leggja stund á eins árs nám í frumgreinadeild, fékk  framlög frá náms- og starfsráðgjöfum og kennurum. Þá gafst einnig tækifæri til þess að ræða málefni tengd NVL í heimsókninni í Aasiaat.

Heimsókn hennar veitti tækifæri til samræðna og bjartsýni bæði meðal nemenda og kennara. Næstu heimsóknir voru til framhaldsskólanna í i Sisimiut, Nuuk og Qaqortoq.

Nivi Olsen varð nýlega að svara spurningum fjölmiðla um erfiðleika við að ráða og halda í háskólamenntaða Grænlendinga við menntaskólana og við æðri menntun. Langflestir háskólamenntaðir Grænlendingar starfa fyrir stjórnvöld eða hjá fyrirtækjum.

Umbætur á framhaldsskólanámi eru í sífelldu mati og skýrsla með niðurstöðum sem sýna greinilega fram á að árangur hefur náðst síðan fyrsta skýrslan kom út 2013, er í undirbúningi.

http://sermitsiaq.ag/se-billeder-nivi-olsen-indtog-gux-aasiaat

http://knr.gl/da/nyheder/gymnasieelever-i-aasiaat-dybt-frustrerede-over-lærerne