Ráðherra símenntunar?

 
Tora Aasland er ráðherra rannsókna og æðri menntunar og  Bård Vegar Solhjell er þekkingarráðherra og fer með málefni leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. En þau skipta starfsfólki eins ráðuneytis á milli sín. Hvergi er minnst á fullorðinsfræðslu, fræðslu á vinnustöðum og alþýðufræðsluna í kynningu á nýju ráðherrunum og starfssviðum þeirra. Spenna ríkir um hvort einhver ráðherra beri ábyrgð á þessum sviðum. Djupedal var einn fárra ráðherra sem hefur látið sig svið símenntunar sérstaklega varða.
Nánari upplýsingar um ráðherrana: 
www.regjeringen.no/nb/dep/kd.html?id=586