Ráðherrar segja álit sitt á ráðgjöf, færniþróun og ævimenntun

 

Bjørn Kalsø menntamálaráðherra ræddi í sínu ávarpi um að færeyskt samfélag stæði frammi fyrir ögrandi viðfangefnum á sviði menntunar, sem gerði auknar kröfur um færni ráðgjafa. Hann lagði áherslu á að það er rík þörf fyrir að koma á laggirnar símenntun fyrir ráðgjafa á öllum sviðum. Vegna efnahagskreppunnar væri ógerlegt að setja menntun ráðgjafa í forgang á þessu ári, en að markmið menntamálaráðuneytisins sé að hefjast handa við verkefnið haustið 2013. Johan Dahl, ráðherra atvinnumála lagði einnig áherslu á mikilvægi ráðgjafar, og hann höfðaði til aðila vinnumarkaðarins og viðeigandi ráðuneyta um að sameinast um skuldbindandi samvinnu um ráðgjöf, við að koma á laggirnar kerfi raunfærnimats og færniþróunar ófaglærðra í nánustu framtíð.  Báðir ráðherrar þökkuðu námsráðgjafaneti NVL fyrir uppbyggjandi þátttöku í umræðunum á Færeyjum og til þess að koma á samstarfi um árangursríka námsráðgjöf.

Lesið ræðu  Bjørn Kalsøs á færeysku: HTML og Johan Dahls á ensku: HTML