Ráðleggingar um beitingu félagsmiðla í kennslu

 

Menntamálastofnunin telur brýnt að ráðleggingar um beitingu félagsmiðla verði liður í stefnu um upplýsingatækni sem hlut af svæðisbundnum námsskrám. Vegna þess að félagsmiðlar náðu fyrst fótfestu á allra síðustu árin eru þeir afar sjaldan nefndir í stefnu um upplýsingatækni.
Í ráðleggingunum er gengið útfrá að færni í notkun miðlanna sé liður í borgarafærni í upplýsingasamfélaginu. Allir geta leikið hlutverk framleiðenda, neytenda og haft áhrif í gegnum miðlana. Skólarnir verði að styrkja þessi hlutverk með því að veita nemendum tækifæri til þess að æfa sig í ábyrgri notkun og þátttöku. Snjallsímar og önnur fartæki stuðla að fjölbreytileika fræðsluumhverfisins og færa nám inn á nýja staði og annað umhverfi, eins og t.d. menningarstofnanir, vinnustaði og önnur samfélög. 

Meira: www.oph.fi/meddelanden/2012/014