Ráðleggingar um þverfaglegt samstarf á milli skóla og stofnana á sviði heilbrigðis- og félagsmála

Dagana 8.-10. október var haldin ráðstefna um færni barna og unglinga, þróun og nám. Þar var sjónum beint að ábyrgð og hlutverki starfsmenntunar í því samhengi.

 
NVL: 10/2013 NVL Frettir
Ráðstefnan var haldin í miðstöð þroskaþjálfa og félagsliða í Illulisat og hana sátu 65 þátttakendur frá opinberum stofnunum á Grænlandi. Fyrirlesara voru meðal annars frá VIA fagháskólanum og fræðasetri félagsvísinda í Danmörku, háskólanum í Lillehammer í Noregi og þroskaþjálfaraskólanum, umræðuefnið var sameiginlegt, þ.e. efla þroska og nám barna og unglinga. Í fréttatilkynningu um viðburðinn er haft eftir Kåre Halvorsen, stjórnanda rannsókna- og þróunardeild þroskaþjálfaskólans „að á ráðstefnunni hefði komið fram að samstarf á milli rannsókna, menntunar og starfa leiði til meiri árangurs og geti stuðlað að auknum skilningi og heildstæðra aðgerða. Rannsaka þyrfti þekkingu og sjálfsvirðingu barna og gera að hluta tilraunaverkefna og náms í þroskaþjálfun.“ Ráðstefnunni lauk með ráðleggingum og tillögum meðal annars um nánara samstarf á milli skóla og heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Minik Hansen
E-post: mh(ät)suliplus.gl