Ráðning lærlinga við framhaldsskóla

Til þess að auðvelda umskiptin frá skóla og út í atvinnulífið hefur sænska ríkisstjórnin skapað nýja ráðningarleið fyrir lærlinga á framhaldsskólastigi, framhaldsskólalærlingaráðningu. Hugmyndin er að með því að tengja starfsmenntun betur við vinnumarkaðinn fái fleiri ungmenni atvinnutækifæri að skólagöngunni lokinni.

 
NVL: 10/2013 NVL Frettir

Allir lærlingar í framhaldsskólanum eiga að hafa ráðningarsamning, á milli nema, vinnustaðs og skóla. Vinnuveitandi getur þegar ráðið lærlinga, en eins og lögin eru nú eru reglur um samninga ekki aðlagaðar því að ráðning nemanna tengist námi. Því hefur ríkisstjórnin lagt fram til umsagnar drög að frumvarpi um breytingu á lögunum sem leiðir til nýs ráðningarforms fyrir lærlinga, þ.e. nema með námssamning.
Nýir samningar verða gerðir í kjölfar sérstakra laga sem ganga eiga í gildi 1. júlí 2014.

Nánar: www.regeringen.se/sb/d/16834/a/227710

E-post: Asta.Modig(ät)skolverket.se