Ráðstefna um menntaáætlun: sköpum framtíð

 

Næstum 100 þátttakendur frá skólum, stofnunum og fyrirtækjum lögðu fram hugmyndir sínar um menntun til framtíðar.
Fram til 2012 er megináherslan á skilin á milli grunnskóla og áframhaldandi menntunar auk þess að  laða ófaglærða inn í færniþróunarferli.
Meðal þeirra aðgerða sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd, eru færniþróunarnámskeið fyrir ófaglærða einkum í bygginga- og mannvirkjageiranum. 
Árið 2010 var tilraunaverkefni um mat á raunfærni á Suður-Grænlandi, með því markmiði að veita ófaglærðum tækifæri til færniþróunar. 
Eftir 2013 verður sjónum beint að framhaldsmenntun, hún felld að skipulaginu, en ætlunin er að þau verkefnum  sem hefur verið hrint í framkvæmd verði viðvarandi.  Samkvæmt menntaáætluninni á að leggja grunn að menntastefnu, sem hluta af byggðaþróun, til þess að endurmennta vinuaflið og gera það hæft til að mæta þörfum atvinnulífsins í framtíðinni. Meðal annars á að tryggja vinnuafl í geirum þar sem vöxturinn er mikill, eins og í heilbrigðis- og félagsmálum eða byggingar- og mannvirkjageirunum auk vaxtasprota eins og hráefna geirans. Hugsanleg bygging álvers í  Maniitsoq krefst faglærðs starfsfólks.
Gert er ráð fyrir að skýrslur um framgang áætlunarinnar verði lagðar fram tvisvar á ári.

Haustskýrslan 2010 er aðgengileg á slóðinni: Nanoq.gl 
Grein um ráðgsefnuna er: Sermitsiaq.ag