Ráðstefna um náms- og starfsráðgjöf í Norræna húsinu í Þórshöfn

 

Mánudaginn 4. maí nk. standa nemar í 4 ára meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf fyrir ráðstefnu um starfsráðgjöf á Færeyjum í Norræna húsinu í Þórshöfn.

Meðal fyrirlesara verða Sif Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands sem stýrir náminu, hún mun segja frá innihaldi og markmiðum námsins. Reynsluboltinn, Finninn, Raimo Vuorinen, umsjónarmaður ELGPN, sem hefur áralanga reynslu af því að koma á laggirnar æviráðgjöf í mörgum löndum, leggur í sínum fyrirlestri áherslu á að æviráðgjöf heyri til ævimenntunar.

Þar að auki verða umræðutímar um ólík efni og deginum lýkur með panelumræðum með ýmsum aðilum sem koma að ráðgjöf á Færeyjum. Ráðstefnan er opin öllum, mörgum fulltrúum frá mikilvægum félögum og  stofnunum hefur verið boðið til þess að taka þátt í umræðum um tækifæri og stöðu náms- og starfsráðgjafar í færeysku samfélagi. Dagskráin verður aðgengileg á síðum www.nlh.fo og á www.setur.fo