Raunfærnimat starfsmenntaskólanna fyrir fullorðna eru of stöðluð

Könnun sem EVA, danska námsmatsstofnunin hefur gert sýnir að raunfærnimat sem framkvæmt er í deildum starfsmenntaskóla fyrir fullorðna eru of stöðluð og taka í of litlu mæli tillit til færni sem einstaklingurinn hefur aflað sér sem ófaglærður í starfi.

 
Foto: Danmarks Evalueringsinstitut Foto: Danmarks Evalueringsinstitut

Þegar mat á raunfærni er framkvæmt á móti stöðluðum viðmiðum og aðeins einum degi er varið til matsins (eða í 78% tilfella) er erfitt að meta færni fullorðinna námsmanna á móti öllu faglegu innihaldi námsins. Þar að auki er erfitt að koma auga á einstaklingsmiðaðar þarfir fullorðinna fyrir nám. Ef markmið raunfærnimatsins er að stytta námið er hætt við að styttingin byggi á röngu mati.

Meira

Lesið aðalskýrsluna: ”Evaluering af erhvervsuddannelse for voksne (EUV)”fra december 2017.