Raunfærnimati samkvæmt norrænu gæðalíkani komið á í Austur-Gautlandi

Þróun raunfærnimats í þrettán sveitarfélögum í Austur-Gautlandi er á grundvelli Norræna gæðalíkansins fyrir raunfærnimat sem var þróað af raunfærnimatsneti NVL .

 
 Mariette Gustafsson (til vinstri) og Cathrine Rygaard munu verja 2022 við að skapa forsendur fyrir því að raunfærnimati verði komið á í þrettán sveitarfélögum í Austur-Gautlandi. Ljósmynd: úr einkaeigu Mariette Gustafsson (til vinstri) og Cathrine Rygaard munu verja 2022 við að skapa forsendur fyrir því að raunfærnimati verði komið á í þrettán sveitarfélögum í Austur-Gautlandi. Ljósmynd: úr einkaeigu

– Stjórnendur fullorðinsfræðslu í öllum sveitarfélögunum hafa samþykkt að bjóða upp á náms- og starfsráðgjöf og meta þekkingu og færni nemenda. Allir þrettán stjórnendur fullorðinsfræðslu hafa skrifað undir og hafa þannig veitt starfseminni gildi, segir Mariette Gustafsson, önnur tveggja verkefnastjóra sem sinna verkefninu Raunfærnimat í Austur-Gautlandi 2.0 árið 2022.

Sveitarfélögin þrettán í Austur-Gautlandi sjá um framkvæmd og fjármögnun verkefnisins með það að markmiði að koma á jafngildu og gæðatryggðu raunfærnimati óháð því hvort fullorðinsfræðsla er rekin af sveitarfélaginu eða ekki. Hluti af undirbúningnum fólst í ESF verkefninu Raunfærnimat í Austur-Gautlandi sem Mariette Gustafsson vann að. ESF er skammstöfun fyrir Félagsmálasjóð Evrópu (European Social Fund) sem fjármagnar verkefni er snúa að færniþróun, vinnumarkaðsaðgerðum og inngildingaraðgerðum.

– Í verkefni okkar fólst meðal annars að setja saman skjal til stuðnings raunfærnimati. Í raunfærnimati er rík þörf fyrir gott utanumhald og gagnsæi, segir Mariette Gustafsson.

Bæði hún og vinnufélagi hennar Cathrine Rygaard hafa mikla reynslu af vinnu við fullorðinsfræðslu og raunfærnimat. Um leið og þær heyrðu af Norræna gæðalíkaninu fyrir raunfærnimat sem felur í sér átta áþreifanleg skref til að tryggja gæði raunfærnimats rötuðu skyndilega margir bútar púsluspilinu á sinn stað.

Raundæmi:

 

„Ég man eftir konu sem ekki hafði unnið einn einasta dag við ummönnun fatlaðra, en hún átti bróður sem var fjölfatlaður og hafði verið í sumarbúðum síðan hún var lítil og var mjög vel að sér. Móðurbróðir hennar var líka fatlaður og hún hafði sett sig inn í mismunandi lög, hvað varðaði börn, unglinga og fullorðna. Þekking hennar var metin til jafns við 200 einingar“ segir Cathrine Rygaard, sem dæmi um hvað getur komið fram við mat á raunfærni.

– Mér hafði verið boðið á málþing til að miðla þekkingu um gæði í raunfærnimati sem NVL, Validering Väst og sænska menntamálastofnunin stóðu fyrir. Þar var fjallað um Norræna gæðalíkanið um raunfærnimat í einni vinnustofunni. Þar kynntu Per Andersson (prófessor við háskólann í Linköping og einn fulltrúi í raunfærnimatsneti NVL, athugasemd blaðamanns). Þá rann upp í ljós fyrir mér: Já, einmitt. Mér fannst það svo augljóst. Einstaklingurinn hefur alltaf verið í brennidepli hjá okkur og sum af þáttunum átta, en það skorti eitthvað sem ég gat ekki alveg gert mér grein fyrir. Þegar kynningin á líkaninu fór fram hugsaði ég: Svona er þetta, segir Cathrine Rygaard.

Mariette Gustafsson er sammála:

– Þarna fékk ég staðfestingu. Ég fékk líka kynningu á líkaninu frá Per Anderson, þegar ég vann við Evrópusjóðsverkefnið. Ég fann að þetta væri einmitt það sem ég hefði upplifað, þótt ég hefði ekki notað sömu hugtökin, ég kallaði það flæðiritið.

Norræna gæðalíkanið – skrif fyrir skref

DialogWeb biður Mariette Gustafsson og Cathrine Rygaard að fara yfir átta þætti Norræna gæðalíkansins fyrir raunfærnimat og segja frá því hvernig þær vinna með það.

1. þáttur, upplýsingar:
– Í ESF verkefninu lögðum við grunn að vefsíðu, https://valideringiostergotland.se. Það er mikilvægt að ná til markhópsins fyrir raunfærnimat, en jafnframt til fræðsluaðila, skólastjórnenda, kennara og náms- og starfsráðgjafa. Við vinnum líka með gerð gagna með upplýsingum til dæmis um hvernig ferlið er, svo að maður hafi eitthvað í höndunum til að afhenda einstaklingum áður en að matinu kemur, svo sem um væntingar og tímaramma. Brýnt er að allt sé ljóst fyrir þeim sem á að gangast undir mat á raunfærni. Þá verða stjórnendur, rektorar og aðrir hagaðilar verða að vera meðvitaðir um tækifæri til raunfærnimats.

2. þáttur: Forsendur:
– Fyrir einstaklinginn skiptir tími og fjármunir mál, að geta séð fyrir sér á meðan á matinu stendur. Fræðsluaðilar vera einnig að hafa forsendur til þess veita starfsfólki sem kemur að raunfærnimati svigrúm til þess. Þjálfa þarf starfsfólkið svo því sé ljóst hvað felst í misunandi þáttum. Samstarf á milli sveitarfélaganna og starfsgreina er enn ein forsenda raunfærnimats. Forsendur og tækifærin eru mismunandi í mismundi sveitarfélögum. Þörf er á styrku samstarfsneti til þess að tryggja gæði og að ekkert fari á milli mála.

3. þáttur: Skjalfesting:
– Þessi þáttur felur í sér að leggja fram greinilega umgjörð um skjalfestingu svo að allir sem að matinu koma geti fylgt ferlinu, frá upphafi með kortlagningu og til enda. Matsþeginn stofnar aðgang að forriti þar sem hægt er að skjalfesta alla hluta ferlisins. Gerðir hafa verið gátlistar til þess að ná öllum þáttunum með í ferlið.

4. þáttur: Verkefnastjórnun:
– Þessi þáttur varðar gagnsæi, bæði á milli þeirra eiga að vinna saman og þeirra sem koma að matinu með einstaklingnum. Jafnframt er þörf fyrir að traust ríki að milli allra aðila og að þeir axli ábyrgð og sinni sínum hluta samningsins. Þar gegna gátlistarnir mikilvægu hlutverki. Með þeim mætti líkja ferlinu við boðhlaup þar sem einn tekur við af öðrum. Brýnt er að allir hafi sama skilning á merkingu hugtaka. Til þess bjóðum við upp á fræðslu þar sem við reynum að miðla upplýsingum til þess að allir noti sama orðfæri og skilningur á hugtökum sem sá sami.

Reynslan sýnir að ef eitthvað misferst er það persónubundið vegna þess að það er ekkert til að styðjast við, fyrir hendi liggja engin skipulagsgögn eða stuðningsskjöl. Þá verður ferlið ógreinilegt. Önnur hindrun hefur sýnt sig vera að verkefnið hefur verið óljóst, eða að allir hafa ekki verið meðvitaðar um til hvers er ætlast af þeim. Það getur orðið til þess að einstaklingur hættir við eða leitt til skipulagsbreytinga. Styrk verkefnastjórnun er brýn til þess að koma í veg fyrir slíkt.

- Lesið líka greinin „Þannig virkar nýi NVL gæðavitinn fyrir raunfærnimat hér“

5. þáttur: Ráðgjöf:
– Mikilvægt er að gagnsæi ríki hvað varðar ráðgjöf. Ráðgjöfin á að vera samþættur hluti ferlisins. Ráðgjafar með réttindi eru mikilvægir, en því miður er ekki öruggt að þeir séu til staðar í öllum sveitarfélögunum. Ráðgjafinn hefur ferlið með upphaflegri kortlagningu og fylgist með öllu ferlinu. Brýnt er að náms- og starfsráðgjafar og kennari geti hist, að þeir vinni saman í teymi.

6. þáttur: Kortlagning:
– Hér er gagnsæi líka mikilvægt, bæði í inngangi sem náms- og starfsráðgjafar taka þátt í, sem og þegar kafað er dýpra með fagkennaranum. Það verður að vera augljóst hvaða skjöl á að vinna með, hvað á að taka með yfirlitskortlagninguna og hvað á verða hluti af yfirgripsmeiri kortlagningu. Og það er í okkar verkahring að skjalfesta þetta. Það er mikilvægt að horfa á einstaklinginn í heild og að spyrja opinna spurninga. Einstaklingi verður ekki lýst til fullnustu með því hlutverki sem hann sinnir í starfi sínu, það er margt annað sem taka verður tillit til í raunfærnimati.

7. þáttur: Mat:
– Raunfærnimat er bæði fræðilegt og praktískt. Hið óformlega, til dæmis áhugamál geta verið áhugavert umræðuefni, til þess að allar hliðar einstaklingsins verði dregnar fram. Hér er um ævinám að ræða: Hvernig tínum við til alla þekkingu og færni einstaklingsins, ef virkni sem einstaklingurinn telur ekki tengjast starfsvettvangi en er samt gagnleg að rýna. Sá sem er þjálfari í íþróttum getur til dæmis búið yfir leiðtogahæfileikum.

8. þrep: Eftirfylgni:
– Eftirfylgni verður að vera á fleiri stigum. Að loknu raunfærnimati er litið til hvernig samstarfið tókst, við leggjum inn eftirfylgni- og endurgjafahluta til þess að tryggja að ekkert fari á milli mála. Endurtökum og leiðréttum, einfaldlega. Bætum og fullvinnum.

- Lesið einnig greinin: „Nám í raunfærnimati var mér mikil uppörvun“

Tilraunaverkefni í gangi samhliða

Mariette Gustafsson og Cathrine Rygaard munu vinna að raunfærnimatsverkefninu allt árið 2022. Samhliða verður unnið að nokkrum tilraunaverkefnum í sveitarfélögunum þar sem líkanið verður reynt um leið og boðið verður upp á mat á raunfærni í nokkrum starfsgreinum.

– Tilraunaverkefnin auka líkur á að framhald verði á, svo að séum ekki bara að vinna fræðilega, segir Cathrine Rygaard.

Þar að auki hefur komið fram tillaga um þróa miðlæga stöðu stuðningsaðila þar sem safnað væri saman tölfræði til þess að hægt verði að meta árangur og fylgjast með hvað þeir sem gangast undir matið taka sér fyrir hendur að loknu raunfærnimati.

– Það er von sem tengist því að við vinnum með sveitarfélögunum og þau eiga verkefnið. Miklu skiptir að öll þrettán sveitarfélögin hafa skrifað undir að þau vilji vinna með mat á raunfærni, segir Cathrine Rygaard.

– Fyrir okkur er þetta ekki aðeins tómt tal heldur er þetta líka verkstæði! segir Mariette Gustafsson.