Raunfærnimatsnefndin er komin í mark!

Raunfærnimat er mikilvæg aðferð fyrir marga atvinnurekendur í Svíþjóð til þess að tryggja fyrirtækjum hæft vinnuafl. Raunfærnimatsnefndin í Svíþjóð skilaði greinargerð sinni í janúar og næsta skref er að ná til allra sem þurfa að fá færni sína metna. Innblástur var sóttur til norrænu nágrannanna.

 
Þátttakendur í pallborðsumræðum um raunfærnimat voru; stjórnandinn Anna Kahlson, Thomas Persson, (bæði frá Fagháskólastofnuninni), Elin Landell, (Raunfærnimatsnefndinni), Helene Myslek, (Menntamálastofnun), Pontus Juhlin, (Kronoberg héraði), Erik Blomgren, (Sænska viðskiptaráðinu) samt Frida Boklund (Samtök atvinnurekenda). Marja Beckman Þátttakendur í pallborðsumræðum um raunfærnimat voru; stjórnandinn Anna Kahlson, Thomas Persson, (bæði frá Fagháskólastofnuninni), Elin Landell, (Raunfærnimatsnefndinni), Helene Myslek, (Menntamálastofnun), Pontus Juhlin, (Kronoberg héraði), Erik Blomgren, (Sænska viðskiptaráðinu) samt Frida Boklund (Samtök atvinnurekenda).

– Örninn er lentur! sagði Elin Landell, ritari raunfærnimatsnefndarinnar, um árangur fjögurra ára vinnu: Tillaga um hvernig haga á raunfærnimati í Svíþjóð í framtíðinni.

Í tilefni af birtingu niðurstaðanna var haldin ráðstefna í Växjö ætluð þeim sem vinna í sveitarfélögum eða við menntastofnanir, stjórnendum fagháskóla, vinnumiðlunum, náms- og starfsráðgjöfum eða öðrum sem starfa við fullorðinsfræðslu. Öll sæti á ráðstefnunni voru fullbókuð mörgum vikum fyrirfram.

Engin furða að áhuginn væri mikill: Í mörgum atvinnugreinum er gríðarlegur skortur á hæfu starfsfólki bæði nú og í nánustu framtíð. Á sama tíma eru margir einstaklingar, sem þora ekki að sækja um störf sem þeir eru virkilega hæfir til að sinna, vegna þess að þá skortir formlega staðfestingu á hæfni sinni.

Í lokaniðurstöðum sem Raunfærnimatsnefndin skilaði þann 13. janúar s.l. til Önnu Ekström menntamálaráðherra, eru tillögur um hvernig haga beri að raunfærnimati í Svíþjóð í framtíðinni.

Tillögurnar eru eftirfarandi:

  • Ný sameiginleg skilgreining á raunfærnimati.
  • Ný reglugerð með almennum ákvæðum um raunfærnimat.
  • Bættur sýnileiki raunfærnimats í háskólum og fagháskólum.
  • Stefna verði mótuð til þess að einstaklingar og fyrirtæki geti þróað og haft aðgang að þeirri færni sem nauðsynleg eru hverju sinni.
  • Ráð um raunfærni sem heyrir undir þann ráðherra sem ber ábyrgð á málaflokknum.
  • Fylkin beri ábyrgð á því að framboð á hæfu vinnuafli sé nægilegt.
  • Ríkissjóður styrki þróun raunfærnimats í atvinnugreinum.
  • Bætt aðgengi að raunfærnimati í fullorðinsfræðslu með því að skylda sveitarfélögin til þess að bjóða nemendum upp á raunfærnimat og aukinn sýnileika kortlagningar, mats og viðurkenningu á niðurstöðum raunfærnimats.

Samkvæmt útreikningum nefndarinnar mun raunfærnimat til lengri tíma leiða til efnahagslegs ávinnings bæði fyrir einstaklinga og samfélagið.

– Það kostar að hverfa frá starfi til þess að leggja stund á nám, og ef þú hefur verið á vinnumarkaði í mörg ár geturðu ekki hafið nám eins og byrjandi, sagði, Elin Landell.

Þrátt fyrir að vinna við raunfærnimat sé hafin í mörgum fylkjum skortir enn mikið upp á innleiðinguna. Á heimasíðu sænsku Menntamálastofnunarinnar er að finna nokkur verkfæri og tveir háskólar bjóða upp á fjarnám í raunfærnimati, upp á 7,5 háskólaeiningar.

Norðmenn og Íslendingar eru fyrirmyndir

Nokkur nágrannalandanna eru á ýmsan hátt lengra komin í vinnunni við að tryggja nægilegt framboð af hæfu vinnuafli. Randi Husemoen frá Færniþróunarstofnun Noregs kynnti stefnu Norðmanna um færni og ævimenntun. Ein af tillögum raunfærnimatsnefndarinnar snýst um sænska hliðstæðu.

Fjóla María Lárusdóttir kynnti vinnu við raunfærnimat á Íslandi sem er vandlega uppbyggt og þar fylgir ráðgjafi hverjum einstaklingi í gegnum allt raunfærnimatsferlið.

Valfrjálsar málstofur voru hluti ráðstefnunnar. Fyrri daginn var eitt af umfjöllunarefnunum raunfærnimat í atvinnugreinum. Orð sem kom aftur og aftur fyrir um samstarf ólíkra atvinnugeira.

valideringskonferens-svante.jpg
Svante Sandell frá Fagháskólastofnuninni (fyrrum fulltrúi Svía í NVL) var fundarstjóri á ráðstefnunni.  

Seinni daginn sögðu Anna Kahlson og Anna Haglund starfsmenn sænsku fagháskólastofnunarinnar frá könnun sem þær höfðu gert um hve margir nemendur í fagháskólum hefðu fengið metin námskeið um efnis sem þeir kunnu fyrir. Í ljós kom að fjöldi námskeiða sem nemendur höfðu fengið metin var afar takmarkaður og náði aðeins til tvö til þrjú prósent nemenda. Sumir sögðu ástæðuna vera þá að þeir vildu halda námsláni og hefðu þess vegna samt sótt námskeiðin auk þess sem það er kostnaðarsamt og tímafrekt að fá námskeið metin.

– Til þess að ná út til nýrra markhópa, til dæmis einstaklinga sem ekki geta valið að sækja um nám við fagháskóla vegna þess að eitt eða eitt og hálft til tvö ár er of langur námstími, ættum við að búa til sveigjanlega leið fyrir matið, stungu fyrirlesararnir m.a. upp á.

"Hin Norðurlöndum hafa sýnt að þetta er hægt“.

Ráðstefnunni lauk með pallborðsumræðum með fulltrúum stjórnvalda og atvinnulífsins.

– Við þurfum að aðlaga upplýsingarnar að sérstökum markhópum. Þá er líka þörf fyrir nýjar leiðir til þess að fjármagna fjölgun þeirra sem gangast undir mat á raunfærni, sagði Thomas Persson, framkvæmdastjóri Fagháskólastofnunarinnar.

Pontus Juhlin, mannauðsstjóri í Kronoberg héraði, viðurkenndi að margir atvinnurekendur hafa verið frekar ferkantaðir varðandi mat á raunfærni til jafns við háskólanám.

– Við höfum séð þessa daga er að þetta er snúið viðfangsefni. En fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum hafa sýnt að þetta er hægt. Fyrirtækin eru alltaf að meta starfsfólkið, en hvernig fær maður hæfni sína metna þegar maður er ekki á vinnumarkaði? spurði Pontus Juhlin.

Hann sagði líka að þrátt fyrir að rík þörf sé fyrir hæft starfsfólki í heilbrigðisþjónustu er erfitt að finna vinnustaði sem geta tekið á móti stúdentum og kynnt þeim starfið vegna kröftugs niðurskurðar.

– Bilið á milli atvinnulífsins og menntakerfisins er ennþá allt of breitt, þar eru margir þröskuldar og ótal hindranir. En nú skynja ég aukinn áhuga, atvinnulífið þarf á háskólunum að halda til þess að fá hæft starfsfólk, sagði Erik Blomgren frá suðursænska viðskiptaráðinu, sem eru hagsmunasamtök fyrirtækja.

Elin Landell ritari raunfærnimatsnefndarinnar sleit ráðstefnunni með nokkrum bjartsýnisorðum:

– Við höfum upplifað frábæra þróun á sviði raunfærnimats á síðastliðnum árum. Þekking, forvitni og áhugi hefur vaxið.

Tvær raddir frá ráðstefnunni

John Harming og Monica Lantz vinna bæði sem stjórnendur skipulags á skrifstofu vinnumála- og ævimenntunar hjá Gautaborg. Jafnvel þó þau séu í grundvallaraatriðum jákvæð gagnvart tækifæri til þess að meta raunfærni einstaklinga hefur reynslan kennt þeim að það er hægara sagt en gert.

valideringskonferens-john-harming-och-monica-lantz.jpg
John Harming og Monica Lantz starfmenn Gautaborgar fengu smá innblástur við að kynnast því hvernig raunfærnimati er hagað á Íslandi. 

– Við eigum í svolitlu basli við að fá ferlið til að ganga upp. Eitt af vandamálunum er að markhópur fullorðinsfræðslunnar hefur litla menntun að baki og er fjær vinnumarkaðnum og þá er ekki svo mikið sem hægt er að meta, sagði Monica Lantz.

– Allir þættir verða að vera fyrir hendi. Á Íslandi virðist það vera þannig; stefnan, fjármögnunin, skilgreiningar, aðferðir, samstarf við atvinnulífið, greinilegur aðgangur, snjallar lausnir auk þess sem náms- og starfsráðgjafi fylgir ferlinu eftir. Þar með verður ferlið óbrotin keðja fyrir matsþegann. Við getum lært mikið af því fyrirkomulagi.

Texti og myndir: Marja Beckman

Krækjur:

Lesið meira um niðurstöður raunfærnimatsnefndarinnar hér: http://www.valideringsdelegation.se

Raunfærnimatsnet NVL: https://nvl.org/validering

Upplýsingar sænsku Menntamálastofnunarinnar um raunfærnimat: https://www.skolverket.se/regler-och-ansvar/ansvar-i-skolfragor/validering-av-kunskap-och-kompetens