Raunfærnimat fullorðinna í nýjum lögum um framhaldsskóla

 
Í nýsamþykktum lögum um framhaldsskóla, er kveðið á um að menntamálaráðherra gefi út reglur um flokkun og þrepaskiptingu náms í samræmi við færni- og lokamarkmið námsins (23. gr.) og um að nemandi sem innritast í framhaldsskóla eigi rétt á raunfærnimati (31. gr.) og að ráðherra setji reglur um raunfærnimat í aðalnámskrá. Hér er annars vegar á ferðinni ákvörðun um að komið skuli á ramma um hæfniviðmið (e. national qualifications framework) sem hægt verður að tengja evrópska rammanum EQF. Hins vegar liggur fyrir að komið verði á raunfærnimatskerfi sem býður upp á möguleika á alhliða mati fyrir fullorðna á fyrra námi, formlegu sem óformlegu, og á starfsreynslu, til styttingar á námi til lokaprófs á framhaldsskólastigi.
Sjá meira á www.menntamalaraduneyti.is/log-og-reglugerdir/