Raunfærnimat og mat til styttingar starfsnáms

 
Raunfærnimat og mat til styttingar starfsnáms Johannes Jansson/norden.org

Í niðurstöðum nýrrar könnunar sem EVA – námsmatsstofnunin í Danmörku hefur gert kemur fram að þegar fullorðnir sækja um starfsnám í framhaldi af mati á raunfærni til styttingar á námi, veitir raunfærnimatið þeim fyrst og fremst styttingu á grunnnáminu og starfsnámshluta námsins. Mun sjaldgæfara er að þeir fái metið til styttingar á náminu sem fram fer í skólanum.

Alvanalegt er að fá styttingu á grunnnámi með prófskírteinum og styttingu á starfsnámi vegna starfsreynslu.

Í skýrslunni er bent á að erfiðara reynist fyrir skólana að meta raunfærni úr atvinnulífinu á móti formlegum  námsmarkmiðum og námsgreinum en að beita prófskírteinum með tilvísunum í þekkt námsmarkmið.

Lesið skýrsluna

Ritstjórnarfulltrúi:Maria Marquard

Meira um: extern information