Reglur um aðfaranám á háskólastigi

Reglur um aðfaranám á háskólastigi hafa verið gefnar út. Aðfaranám er einkum ætlað 25 ára og eldri nemendum sem hyggja á háskólanám en fullnægja ekki inntökuskilyrðum um stúdentspróf.

 

Aðfaranám skal skipulagt þannig að nemandi í fullu námi skuli að jafnaði ljúka því á tveimur önnum en veitt er undanþága frá því ef nemandi hefur áður lokið prófi í iðngrein. Það skal byggt á hæfniþrepum sem lýst er í aðalnámskrá framhaldsskóla auk aðgangsviðmiða viðkomandi háskóla. Aðfaranám miðar að því að undirbúa nemendur undir háskólanám á Íslandi en tryggir ekki sjálfkrafa aðgang að öllu námi á háskólastigi við íslenska háskóla.

Nánar: www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/7884