Ríkisendurskoðun hvetur til eflingar framhaldsfræðslukerfisins

Í júní 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent að gera heildstæða úttekt á framhaldsfræðslukerfinu. Tilgangur könnunarinnar var að leggja mat á þróun kerfisins, skilvirkni þess, áhrif, nýtingu fjármuna, árangur og fleira.

 
Ríkisendurskoðun hvetur til eflingar framhaldsfræðslukerfisins Eivind Sætre/norden.org

Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis benda niðurstöður úttektar Capacent til þess að á heildina litið hafi markmið framhaldsfræðslunnar, sem skilgreind eru í lögum um framhaldsfræðslu, náðst.  Úttekt Capacent bendir þó til þess að árangur starfsins sé nokkuð misjafn eftir þeim átta markmiðum sem tilgreind eru í lögum um framhaldsfræðslu.

Samkvæmt úttekt Capacent hefur opinberu fé til framhaldsfræðslunnar almennt verið vel varið.  Viðhorfskönnun sem Capacent lagði fyrir notendur framhaldsfræðslunnar benti einnig til þess að námið hefði haft jákvæð áhrif á líf þeirra.  Í heild hafi því tekist vel að þróa menntunarúrræði fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu. Í samræmi við það hvetur Ríkisendurskoðun mennta- og menningarmálaráðuneytið til að halda áfram þróun og eflingu framhaldsfræðslukerfisins.

Skýrslu Ríkisendurskoðunar má nálgast: PDF 
Úttekt Capacent má nálgast PDF