Ríkisstjórnin í Finnlandi tilkynni að 22 miljónum evra yrði varið til atvinnuskapandi aðgerða

 
Þann 8. apríl s.l. tilkynnti finnska ríkisstjórnin að 22 milljónum evra yrði veitt til vinnumarkaðsúrræða. Samtals verður 12 milljónum evra veitt til vinnumarkaðsmiðstöðvanna (TE-miðstöðvanna) en 10 milljónir evra verða lagðar til hliðar í atvinnu- og viðskiptaráðuneytinu. Samkomulag náðist um framlögin í fyrstu breytingatillögum við fjárlög. Breytingarnar eru gerðar vegna aukinna erfiðleika í atvinnulífinu. Kostnaður við aðlögun breytinga á vinnumarkaði er áætlaður um sjö milljónir evra. Kostnaður við að fjölga tækifærum fullorðinna til náms eru er áætlaður tíu milljónir evra og talið er að verja þurfi um fimm milljónum til að hrinda í framkvæmd eigin viðskiptahugmyndum.