Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til fjárlaga þann 24. ágúst

 

Að mati ríkisstjórnarinnar er áætlunin nauðsynleg til þess að tryggja efnahagslegan grundvöll átaks til að hvetja fleiri til þess að sækja sér menntun, þrátt fyrir að stofnunum undir menntamálaráðuneytinu sé gert að spara á árunum 2011 - 2014. Almennur niðurskurður á rekstri ráðuneytisins verður um hálft prósent og mun bitna á öllum sviðum menntageirans í Danmörku. Niðurskurðinum er ætlað að mæta auknum kostnaði á öðrum sviðum, m.a. til aðgerða til þess að hvetja fleiri til náms og auknum framlögum til hópa með sérstakar þarfir. Ríkisstjórnin hefur aðlagað hluta af endurreisnaráætluninni frá því í vor með tilliti til framlaga til styttri námstilboða lýðskólanna.
Umræða um fjárlagafrumvarpið fer fram á þjóðþinginu í haust.

Nánari upplýsingar og krækjur í lykiltölur og efnahagsleg áhrif á: 
Uvm.dk (1)
Uvm.dk (2)