Ríkisstjórnin skipar rannsóknarnefnd um aðgang að háskólum

Til þess að ná fram einfaldari og opnari kröfum fyrir þá sem sækja um nám í háskólum hefur sænska ríkisstjórnin fyrirskipað rannsókn til þess að fá yfirsýn yfir aðgengi að háskólanámi.

 
Ríkisstjórnin skipar sérstakan rannsóknaraðila sem verður falið að fara yfir inntöku í háskólanám. Rannsóknin á að  einkum að beinast að hæfnistigum og kanna virkni háskólaprófsins og gera tillögur um hvernig hægt er að takmarka áhrif þess á inntöku. Þá á rannsóknarnefndin einnig að skila tillögum um það hvernig starfsreynslu getur mætt kröfum grunnaðgangsheimilda að námi og á þann hátt auðveldað ævimenntun. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að yfirlitið og væntanlegar tillögur eig að fela í sér að þeir sem eru teknir inn hafi rétta undirstöðuþekkingu til þess að viðhalda gæðum menntunarinnar.