Ríkisstjórnin tilkynnir um styrk til þess að koma sér fyrir

 
Ríkisstjórnin tilkynnir um styrk til þess að koma sér fyrir  Martina Huber/Regeringskansliet

Í nýju frumvarpi til fjárlaga koma fram tillögur um fleiri forsendur sem eiga að flýta fyrir og auðvelda nýaðfluttum að fá vinnu eða hefja nám. Í aðgerðunum felst einnig að greiða eigi sveitarfélögum sem taka á móti flóttamönnum og flóttabörnum án aðstandenda. Það er álit ríkisstjórnarinnar að til þess að stytta tímann sem líður áður en nýaðfluttir fá vinnu  verði að endurskoða vinnubrögð við móttökuna og veita meira fé til hennar. Þess vegna mun ríkisstjórnin leggja fram tillögur um úrbætur og forgangsröðun á fleiri sviðum. 

Ríkisstjórnin vill leggja meiri áherslu á sænskukennslu, skilvirkari raunfærnimatsferla og fjölga leiðum til þess að ljúka menntun með samhæfingu starfsnáms og starfa. Þá óskar ríkisstjórnin einnig eftir fleiri virkum aðgerðum gegn mismunun í atvinnulífinu.

Sveitarfélögin eiga að fá aukinn stuðning til þess að auðvelda nýaðfluttum börnum og unglingum veruna í Svíþjóð. Ríkisstjórnin telur að móttaka flóttafólks sé viðfangsefni einstakra ríkja. Öllum sveitarfélögum beri þess vegna að vera með og leggja sitt af mörkum til þess að nýaðfluttir geti komið sér sem fyrst fyrir. Samtímis eiga forsendur, skipulag og leiðbeiningar til  sveitarfélaganna að batna og efnahagslegar forsendur að vera traustar og sanngjarnar. 

Þá óskar stjórnin eftir aukinni þátttöku alþýðuhreyfingarinnar og frjálsra félagasamtaka með auknum stuðningi til þess að leggja sitt af mörkum til verðugrar móttöku flóttafólks. Það getur falist í ólíkum mentorverkefnum, stuðningsfjölskyldum, tungumálakaffihúsum og íþróttastarfsemi fyrir börn.

Lesið meira