Ríkisstjórnin vill efla raunfærni  

 

Ríkisstjórnin leggur áherslu á mikilvægi raunfærnimats í frumvarpi sínu til fjárlaga og áætlar að miklum fjármunum verði varið til þess á næstu árum.

Innan ramma nýrrar herferðar til færnieflingar sem ríkisstjórnin hefur kynnt koma nú fram nýjar tillögur um aðgerðir til þess að styrkja raunfærnimat.

Ríkisstjórnin vill leggja áherslu á aukna viðbótarmenntun fyrir einstaklinga sem hafa lokið námi erlendis frá. Þá eru framlög til háskólanna til þess að meta nám, sem aflað hefur verið erlendis, hækkuð.

Ríkisstjórnin vill ennfremur styðja þróun raunfærnimats með því að efla endur- og símenntun á sviði náms-og starfsráðgjafar, hækka framlög til þess að þróa mat á raunfærni og lagt er til að koma á laggirnar nýrri raunfærnimatsnefnd sem á að styðja, þróa og samhæfa vinnu við raunfærnimat fram til ársins 2019. 

Meira