Ríkisstjórnin vill leggja meiri áherslu á alþýðufræðslu

 

Ríkisstjórnin kynnir einnig nemapláss í lýðskólunum ætluð nemendum sem ekki hafa lokið námi í grunn- eða framhaldsskóla. Markhópnum er boðið upp á þriggja mánaða námsleið og tekur yfir námskeið í sjálfstyrkingu og öðrum sem eru hvetjandi til náms og eru sérstaklega ætluð til þess að auðvelda námsmönnum að halda áfram námi eða byrja á ný innan skólakerfisins. Reiknað er með eitt þúsund þátttakendum sem svarar til kostnaðar upp á 51 milljóna sænskra króna.
Lýðskólarnir og fræðslusamböndin bjóða upp á ótal námskeið þar sem fullorðnum gefst tækifæri til þess að bæta árangur sinn í menntun, persónulegri færni og getu til þess að vera virki samfélagsþegnar. Samkvæmt mati á alþýðufræðslunni fer þar fram virkt starf við þróun starfseminnar og til þess að ná til nýrra markhópa.

Meira:
http://www.regeringen.se/content/1/c6/13/17/16/ccc7795e.pdf
Frumvarp til fjárlaga í Svíþjóð:
http://www.regeringen.se/sb/d/11453/a/131716

Fréttabréf alþýðufræðsluráðsins: "Folkbildningsrådet informerar" www.folkbildning.se